fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Pressan

Myndin sem nístir í hjartastað – Stóra systir aðstoðar fjögurra ára krabbameinssjúkan bróður sinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 05:50

Stóra systir aðstoðar. Mynd:Kaitlin Burge

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hafa glímt við krabbamein eða horft upp á ættingja eða vini glíma við það vita að þetta er hræðilegur og sársaukafullur sjúkdómur. Fjögurra ára sonur Kaitlin Burges, Beckett, greindist með hvítblæði og hefur háð harða baráttu við það. Kaitlin birti myndir af hversdagslífinu á netinu en þær sýna vel hversu átakanlegt og erfitt þetta er fyrir Beckett.

Myndin sem fylgir þessari frétt var tekin í janúar og sýnir Beckett í keng yfir klósettinu að æla en við hlið hans stendur fimm ára systir hans, Aubrey, og gætir hans og aðstoðar. Óhætt er að segja að myndin sé falleg og sýni sanna ást systkina en um leið nístir hún í hjartastað.

„Ælt á milli þess sem er leikið. Að vakna og þurfa að æla. Að standa við hlið bróður síns og strjúka bakið á honum á meðan hann ælir. Svona er krabbamein hjá börnum. Take it or leave it‘.“

Skrifaði Kaitlin með myndinni.

Þrátt fyrir að myndin sé rúmlega átta mánuða gömul sýnir hún „venjulegan dag“ hjá Beckett að hennar sögn. Hann fer mánaðarlega í lyfjameðferð á sjúkrahúsi og tekur lyf daglega.

„Fjölskyldan sundrast. Við erum öll þreytt. Sambandið er að þrotum komið. Maður missir marga vini. Maður getur ekki farið út og lifað lífinu eins og áður.“

Sagði Kaitlin í samtali við CNN og bætti við að hin börnin væru send til afa og ömmu eða bróður hennar þegar Beckett er á sjúkrahúsi.

Hún vildi deila myndunum með heimsbyggðinni svo fólk geti séð hvernig veruleiki krabbameinssjúkra barna og fjölskyldna þeirra er.

„Systkini þeirra gleymast stóran hluta af tímanum. Þau fórna miklu og fólk sér það ekki.“

Skrifaði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ólafur Hand sýknaður
Pressan
Í gær

Nágranninn sendi henni skilaboð – Trúði ekki eigin augum

Nágranninn sendi henni skilaboð – Trúði ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn