fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Pressan

Leyniskytta CIA notaði þjálfun sína til að elta fyrrum unnustu sína og drepa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 06:00

Elizabeth Lee-Herman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir nýta sér stefnumótaþjónustu á netinu en það hefur hugsanlega stundum í för með sér að fólk kemst í kynni við fólk sem það myndi aldrei annars kynnast. Það hefur Elizabeth Lee-Herman líklega fundist þegar hún komst í samband við Vincent Verdi í gegnum stefnumótasíðuna Match.com snemma árs 2017.

Hún var 56 ára, starfaði á skólaskrifstofu, átti tvö börn og bjó í New York. Hún var brosmild og glaðlynd og hjálpsöm að eðlisfari. Börnin voru uppkomin og Elizbeth hafði meiri tíma fyrir sjálfa sig en áður og langaði að kynnast manni á nýjan leik.

Vincent hefur eflaust virst spennandi en hann var fyrrum starfsmaður leyniþjónustunnar CIA, bjó í New York. Hann hafði unnið að mörgum sérverkefnum um allan heim fyrir stjórnvöld og hafði frá mörgu að segja. Hann hafði meðal annars starfað sem leyniskytta.

Vincent Verdi

Þau áttu í sambandi í nokkra mánuði og var Vincent ástfanginn upp fyrir haus en Elizabeth var ekki alveg sannfærð og sleit sambandinu að lokum í júlí 2017. En Vincent var ekki sáttur við það og hét því að vinna hana aftur á sitt band. Hann sendi henni skilaboð alla daga og allan daginn og hringdi margoft í hana. Hann reyndi einnig að vera rómantískur og sendi henni margoft blóm og súkkulaði. Hún sagði hún kurteislega að hún hefði ekki áhuga á honum en það virtst bara efla viðleitni hans til að vinna hug hennar og hjarta.

Hann byrjaði að elta hana og sást reglulega nærri heimili hennar. Hún tók eftir því þegar hann elti hana til tannlæknis og þegar hún ætlaði á stefnumót með öðrum karlmanni. Vincent nýtti sér þjálfun sína hjá CIA til að elta og njósna um Elizabeth sem hafði nú áttað sig á að hún hafði dregist inn í martröð og væri nú fórnarlamb eltihrellis. Á endanum gafst hún upp og kærði hann til lögreglunnar. Hann var handtekinn í október 2017 og fangelsaður í fimm daga. Þegar honum var sleppt lausum var honum bannað að koma nærri Elizabet eða setja sig í samband við hana og nálgunarbann var sett á. Honum var einnig skipað að afhenda skotvopn sín en lögmenn hans sögðu hann ekki eiga nein.

Vincent lét nálgunarbannið ekki á sig fá og hélt áfram að elta Elizabeth.

Þegar hún hjólaði til vinnu þann 1. nóvember 2017 frá heimili sínu í Upper East Side fór hún venjulega leið sem var fjölfarin. Þegar hún kom að staðnum þar sem hún skildi hjólið eftir birtist Vincent skyndilega og var með byssu.  Hann skaut hana af stuttu færi. Hann beindi síðan byssunni að sjálfum sér og skaut sig í höfuðið. Þau voru bæði flutt á sjúkrahús í skyndingu en læknum tókst ekki að bjarga lífi Elizabeth en Vincent lifði af.

Í maí á þessu ári kom hann fyrir dóm og játaði allar sakir. Hann var dæmdur í minnst 18 ára fangelsi og allt að lífstíðarfangelsi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ólafur Hand sýknaður
Pressan
Í gær

Nágranninn sendi henni skilaboð – Trúði ekki eigin augum

Nágranninn sendi henni skilaboð – Trúði ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn