fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Herrakvöldið fór algjörlega úr böndunum – Handleggsmissir og krókódíll

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 06:39

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. ágúst síðastliðinn stóð karlaklúbburinn Travellers Club í Stokkhólmi fyrir karlakvöldi. Þar ætluðu menn að hittast og borða krabba og syngja saman. Vettvangurinn var Skansenakvariet í borginni. En allt fór þetta út um þúfur og kvöldið varð einn stór harmleikur fyrir einn gestanna.

Skansenakvariet er dýragarður og þótti henta vel undir karlakvöldið. Þegar um klukkustund var liðin af því stillti hinn 79 ára Lars Liedegren sér upp í stiga framan við plexíglerið í krókódílabúrinu.

„Ég er ekki mjög hávaxinn svo ég fór upp í stiga til að vera aðeins hærra uppi. Hugmyndin var að ég ætlaði að syngja eitt lag en ég var ekki byrjaður þegar krókódíllinn beit um vinstri handlegg minn. Þetta var eins og fallbyssuskot. Ég átti ekki möguleika á að losa mig.“

Sagði hann í samtali við Aftonbladet.

Krókódíllinn hafði einfaldlega hoppað yfir plexíglerið og kastað sér á handlegg Liedegren sem sneri baki í dýrið.

„Það varð algjör þögn, það var bara ég sem öskraði.“

Sagði hann. Síðan þróaðist málið þannig að úr varð eitthvað sem má helst líkja við reipitog á milli krókódílsins og gesta herrakvöldsins.

Liedegren sagðist hafa haft á tilfinningunni að krókódíllinn hafi ætlað að draga hann yfir plexíglerið en gestirnir hafi reynt að losa handlegginn úr kjafti krókódílsins. Það tókst að lokum og var Liedegren fluttur beint á sjúkrahús. Nauðsynlegt reyndist að taka handlegginn af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?