fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Pressan

Edward Snowden „myndi elska“ að fá hæli í Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 19:00

Edward Snowden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppljóstrarinn Edward Snowden segir að hann „myndi elska“ að fá hæli í Frakklandi. Hann hefur verið í útlegð í Rússlandi síðan hann opinberaði háleynilegar upplýsingar um njósnastarfsemi bandarískra leyniþjónustustofnana.

Í samtali við útvarpsstöðina France Inter sagði hann að hann „myndi elska að sjá“ Macron forseta veita sér hæli. Hann bætti einnig við að markmið hans væri að sjá að uppljóstrarar á borð við hann sjálfan fengju almennt betri vernd.

Hann sagði að eitt það sorglegasta við eigið mál væri að „eini staðurinn þar sem bandarískur uppljóstrari gæti opinberað upplýsingar sínar væri ekki í Evrópu heldur í Rússlandi“.

Hann sótti um hæli í Frakklandi 2013 en hefur ekki fengið svar við þeirri umsókn.

Gagnalekinn frá Snowden var einn sá stærsti í bandarískri sögu. Í þeim kom skýrt fram hvernig NSA njósnar um almenning. Snowden flúði til Hong Kong til að geta lekið gögnunum en fór síðan til Rússlands þar sem hann fékk síðan hæli.

Mannréttindafrömuðir telja uppljóstranir Snowden vera mikla hetjudáð en bandarísk yfirvöld vilja hafa hendur í hári hans og draga hann fyrir dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Í gær

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels