fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Pressan

Nýtt met í raforkuframleiðslu með vindmyllum í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn var met slegið í Danmörku hvað varðar raforkuframleiðslu með vindmyllum. Þetta var fyrsti sólarhringurinn í sögunni sem vindmyllurnar framleiddu meira rafmagn en þörf er á í Danmörku. Í heildina var framleiðslan 30% meiri en þörf var á.

Strekkingsvindur var í Danmörku þennan dag og sá hann um að láta vindmyllurnar snúast af krafti. Þetta var í fyrsta sinn sem vindmyllurnar framleiddu nægilegt rafmagn 24 klukkustundir í röð.

Fyrir tíu árum sáu vindmyllur Dönum fyrir um fimmtungi af því rafmagni sem þeir þurftu en í dag er hlutfallið mun hærra og nú eru farnir að koma dagar þar sem þær standa alveg undir orkuþörfinni.

Á milli klukkan 2 og 3 aðfaranótt sunnudags var rafmangsframleiðslan í hámarki en þá var hún 60% meiri en þörf var á.

Umframrafmagnið er selt til útlanda enda er Danmörk vel tengd við nágrannaríki sín og liggja rafstrengir í allar áttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ólafur Hand sýknaður
Í gær

Gekk vel á Skagageiðinni

Gekk vel á Skagageiðinni
Í gær

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum
Pressan
Fyrir 2 dögum

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma
Fyrir 3 dögum

Veisla strax á fyrsta degi

Veisla strax á fyrsta degi
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu