fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Pressan

Dularfullt mál í Þýskalandi – Þrjú börn með sömu fötlun fæddust á sama sjúkrahúsinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 07:45

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir læknar klóra sér nú í höfðinu og reyna að átta sig á af hverju þrjú börn með sömu fötlunina hafa fæðst á sama sjúkrahúsinu síðan í júní.  Sjúkrahúsið sem um ræðir heitir Sankt Marien og er í Gelsenkirchen. Það gerir málið enn undarlegra að börnin og fjölskyldur þeirra tengjast ekki á neinn hátt, hvorki „menningarlega, félagslega eða kynþáttalega“. Þær eiga þó allar heima í og nærri Gelsenkirchen.

Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu segir að fötlun sem þessi hafi ekki sést árum saman. Það geti verið um tilviljun að ræða að þessi þrjú tilfelli hafi komið upp en það veki athygli og áhyggjur að hér sé um þrjú tilfelli á stuttum tíma að ræða. Um er að ræða að önnur hönd barnanna er mjög vanþroskuð.

Samkvæmt frétt Berliner Morgenpost hafa heilbrigðisstarfsmenn í fleiri þýskum bæjum einnig tilkynnt um svipuð tilfelli.

CNN ræddi við ljósmóðurina Sonja Ligett-Igelmund sem tók eftir tilfellunum í Gelsenkirchen og skrifaði um þau á spjallvef ljósmæðra. Fötlun sem þessi kemur tölfræðilega séð fram í einu til tveimur prósenta allra fæðinga segir sjúkrahúsið. Sonja segir að þrjár fatlanir af þessu tagi á svo skömmum tíma hafi verið „of margar“. Þetta hafi virst vera stórt mál, flestar ljósmæður upplifi aðeins eitt svona tilfelli á öllum starfsferlinum. Hún segir að á síðustu dögum hafi margir haft samband við hana og tilkynnt um börn með svipaða fötlun um allt land. Flest þeirra fæddust á síðustu þremur árum og mörg nú í sumar.

Engin skrá er haldin yfir fatlanir í Þýskalandi og því er erfitt að rekja tilfellin. Yfirvöld í Nordrhein-Westfalen, þar sem Gelsenkirchen er, ætla nú að kanna málið á öllum sjúkrahúsum í fylkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Í gær

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels