fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Pressan

Ráðgáta eftir að þriggja ára drengur fannst sofandi við útidyrahurðina

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Buffalo í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að foreldrum þriggja ára drengs sem fannst sofandi ofan í pappakassa á verönd við heimili eitt í borginni. Lögregla telur ljóst að drengnum hafi verið komið þarna fyrir.

Lois Augsburger, konan sem fann drenginn, segir við WIVB að hún hafi fundið hann um átta leytið í gærmorgun. Kassann notar hún fyrir heimiliskettina sína. Búið var að vefja piltinum í teppi og þá var hann aðeins í bleyju.

„Hann hlýtur að hafa heyrt í mér þegar ég opnaði því hann skreið til mín. Ég tók hann í fangið og faðmaði hann að mér,“ segir Lois en drengurinn var við ágæta heilsu. Augsburger hafði samband við nágrannakonu sína sem vinnur við umönnun barna og þær höfðu síðan samband við lögreglu.

Pilturinn sagðist eiga systur og þegar hann var spurður um nafnið á móður sinni svaraði hann einfaldlega „mommy“. Lögregla hefur hvatt aðstandendur drengsins til að gefa sig fram.

Jeff Rinaldo, lögreglufulltrúi í Buffalo, segir það óvenjulegt að engin tilkynning hafi borist um barnið. Pilturinn er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda í Buffalo.

Í frétt Buffalo News kemur fram að lögregla skoði nú hvort drengurinn tengist tveimur manneskjum sem fundust látnar í bifreið skammt frá sama kvöld. Líkin fundust í bifreið sem hafði verið kveikt í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Í gær

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels