fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Pressan

Neyddust til að nauðlenda farþegaflugvél eftir að kaffi sullaðist niður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 06:00

Mynd:Air Accidents Investigation Branch (AAIB)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar neyddust flugmenn farþegaþotu, sem var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Cancun í Mexíkó, til að snúa við yfir Atlantshafi og nauðlenda á Írlandi eftir að kaffi sullaðist niður. Um borð voru 337 farþegar.

Samkvæmt skýrslu frá Air Accidents Investigation Branch má rekja nauðlendinguna til þess að flugstjórinn og flugmaðurinn fengu kaffi inn í flugstjórnarklefann. Flugmaðurinn sá um stjórn vélarinnar á þessum tíma. BBC skýrir frá þessu.

Þegar flugstjórinn fékk kaffi setti hann það á borð, sem er með standi fyrir kaffibolla, en skömmu síðar valt kaffibollinn á hliðina. Megnið af kaffinu helltist yfir klof hans en smávegis sullaðist yfir flugstjórnartækin hans sem hitnaði hratt í kjölfarið og takkar byrjuðu að bráðna. Þessi atburðarás breiddist síðan yfir í stjórntæki flugmannsins.

Bráðnuðu takkarnir hættu að virka og tjónið breiddist út og fjarskiptabúnaður vélarinnar varð einnig fyrir áhrifum. Vélin var langt úti yfir Atlantshafi á þessum tímapunkti en var snúið við og nauðlent í Shannon á Írlandi. Á leiðinni þangað fór að rjúka úr stjórntækjum vélarinnar og urðu flugmennirnir að nota súrefnisgrímur en gátu lent vélinni án vandræða.

Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar voru engar verklagsreglur í gildi hjá flugfélaginu um að lok ættu að vera á bollum. Því hefur nú verið breytt og á nú alltaf að nota lok á glös og bolla í flugstjórnarklefanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Í gær

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels