fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Pressan

Hann lést á átján ára afmælisdaginn vegna mistaka á veitingastað – Nú vill fjölskyldan breytingar: „Hann átti ekki að deyja“

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 15. september 2019 10:11

Fjölskyldan heldur á mynd af Owen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Owen Carey hélt upp á átján ára afmæli sitt á veitingastaðnum Byron Burger í London árið 2017. Hann dó í kjölfarið vegna ofnæmisviðbragða, en Owen var með ofnæmi fyrir mjólkurvörum. Starfsfólk veitingastaðarins fullvissaði Owen um að engar mjólkurvörur væri að finna í afmælismatnum hans. Nú hefur réttarmeinafræðingur komist að þeirri niðurstöðu að maturinn sem Owen borðaði innihélt mjólkurvörur, sem leiddi til andláts hans.

Owen lést eftir að borða kjúkling sem var marineraður í eins konar súrmjólk en hann hafði látið starfsfólk veitingastaðarins skýrt vita að hann væri með ofnæmi fyrir mjólkurvörum. Við rannsókn á málinu kom einnig í ljós að engar merkingar væru á matseðlum Byron Burger sem gæfu til kynna ofnæmisvaldandi hráefni í réttum staðarins.

„Við erum glöð að réttarmeinafræðingurinn sá þetta og tók tillit til þess því það er mikilvægt fyrir okkur að Owen sagði það sem hann sagði á veitingastaðnum,“ segir Paul Carey, faðir Owen, í samtali við BBC. „Hann vissi nákvæmlega hvað hann mátti og mátti ekki borða og ég held að það sé vegna þess að við ítrekuðum það við hann síðan hann var lítill.“

Framkvæmdastjóri Byron Burger, Simon Wilkinson, segir í yfirlýsingu að starfsfólk veitingastaðarins sé vel upplýst um ofnæmisvaldandi hráefni og að það sé þjálfað til að bregðast hratt og örugglega við ef viðskiptavinur fær ofnæmiskast. Hann bætir við að það sé ljóst að „núverandi reglur og kröfur sé ekki nóg og að veitingabransinn þarf að gera meira.“

Fráfall Owen varð til þess að fjölskylda hans hefur þrýst á yfirvöld í Bretlandi til að breyta lögum þannig að veitingastaðir þurfi að merkja alla rétti á matseðli með ofnæmisvaldandi hráefnum.

„Hann átti ekki að deyja,“ segir Emma Kocher, systir Owen. Móðir hans tjáir sig einnig við BBC.

„Það eru hundruðir þúsunda einstaklinga í þessu landi sem eru með ofnæmi og eru mjög hrædd eða foreldrar þeirra eru óttaslegnir þegar þeir fara út að borða því þar er mesta hættan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Í gær

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni

FBI telur 79 ára mann hafa minnst 50 morð á samviskunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir

Hnífaárás í Manchester – Fjórir sagðir slasaðir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels