fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Tvö börn létust af völdum E.coli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. september 2019 06:00

Margar bakteríur eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö dönsk börn létust nýlega af völdum E.coli bakteríunnar VTEC. Annað barnið bjó í Kaupmannahöfn en hitt á Fjóni. Málin tengjast ekki að sögn heilbrigðisyfirvalda sem skýrðu frá þessu í síðustu viku.

Á miðvikudag í síðustu viku lést barn, sem var í Gislev Friskole á Fjóni, af völdum bakteríunnar sem leiddi til þess að nýru barnsins gáfu sig. Í kjölfarið var skólanum og leikskóla á hans vegum lokað og fagfólk fengið til að sótthreinsa byggingarnar hátt og lágt.

E.coli smitast á milli fólks og með drykkjar- og baðvatni sem er saurmengað. Bakterían getur valdið blóðugum niðurgangi og miklum magaverkjum og leitt til blóðskorts og nýrnabilunar.

Á síðasta ári smitaðist 21 dani af bakteríunni og létust tveir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt