fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Keypti iPhone fyrir dóttur sína á netinu – Kassinn innihélt eitthvað allt annað en iPhone

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. september 2019 06:00

Sápustykkin í iPhonekassanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega keypti Samantha Powell, sem býr í Michigan í Bandaríkjunum, iPhone síma handa dóttur sinni og greiddi 450 dollara fyrir. Kaupin fóru fram í gegnum söluapp sem heitir „LetGo“. Hún og eiginmaður hennar sammæltust við seljandann um að hittast í fjölbýlishúsi í Detroit.

Á umsömdum stað hittu þau seljandann, konu, og afhentu henni peningana og fengu kassa í staðinn. Konan hljóp síðan strax á brott. Hjónin opnuðu kassann en í honum var enginn sími heldur aðeins tvö sápustykki.

Þau reyndu að elta seljandann en fundu hana ekki. Þetta var þeim sárt því þau höfðu sparað og sparað í sex mánuði til að geta gefið dóttur sinni símann.

Þau kærðu málið til lögreglunnar en hafa enn ekki fengið síma eða peningana sína aftur.

Til að nudda salti í sárin heyrði Samantha síðan að seljandinn hefði montað sig af þessu á Facebook.

En enn eru ekki öll kurl komin til grafar því lögreglunni tókst að komast að hver seljandinn er því hún gaf Samantha upp símanúmer sitt þegar kaupferlið stóð yfir. Hún hefur verið boðuð fyrir dóm vegna málsins og verður handtekin ef hún mætir ekki.

Samantha tókst síðan að skrapa saman nægilegt fé til að kaupa annan síma handa dóttur sinni og fór afhendingin fram á öruggum stað og gekk allt eins og í sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?