fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Pressan

Gæludýraklónun er vaxandi iðnaður í Kína

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. september 2019 18:00

Kettir eru meðal þeirra dýra sem eru klónuð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er orðinn töluvert stór iðnaður í Kína að klóna gæludýr og fer greinin sífellt stækkandi.  Þar eru mörg fyrirtæki sem taka að sér að klóna gæludýr og gera raunar út á það. Sumir víla ekki fyrir sér að greiða sem nemur milljónum íslenskra króna fyrir að láta klóna gæludýrin sín.

Í umfjöllun The New York Times um málið er meðal annars sagt frá Huang You sem fékk fyrirtækið Sinogene til að klóna löngu dauðan kött hans, Dasuan. Sjö mánuðum síðar fékk hann klónaða köttinn sem er nauðalíkur Dasuan. Þetta kostaði hann sem svarar til rúmlega fimm milljóna íslenskra króna.

Þetta var að sögn í fyrsta sinn sem köttur var klónaður í Kína en áður hafði tekist að klóna hunda, aba, geitur og fleiri dýr.

Við klónun Dasuan var notast við húðfrumur úr kettinum, þær settar í egg „gjafa“ katta og síðan voru 40 fósturvísar settir í fjórar læður. Þetta er sama aðferð og var notuð þegar kindin Dolly, sem var fyrsta spendýrið til að vera klónað, var klónuð 1996. Aðferðin hefur auðvitað þróast á þessum árum og verið stillt af, allt eftir hvaða dýrategund er klónuð hverju sinni en í grunninn er þetta sama aðferðin.

Úr fósturvísunum 40 urðu til þrjú fóstur. Tvö enduðu með fósturláti en það þriðja skilaði klóni Dasuan og hefur kötturinn einmitt fengið nafnð Dasuan. Huang You sagði í samtali við The New York times að hann hafi orðið fyrir pínulitlum vonbrigðum þegar hann fékk nýja köttinn. Þrátt fyrir að erfðamengi þeirra sé hið sama þá líkist nýi Dasuan þeim gamla ekki alveg 100%. Það vantar dökkan lit í hökuna. Að sögn sérfræðinga er ekki hægt að klóna kött 100% því bæði erfðir og umhverfi hafi áhrif á útkomuna. Læðurnar séu öðruvísi en móðir Dasuan og því verði þær fyrir öðrum umhverfis- og erfðafræðilegum áhrifum á meðgöngunni en móðir Dasuan varð fyrir.

Samkvæmt greiningu greiningarfyrirtækisins China Pet Market fjölgaði gæludýrum í Kína úr 389 milljónum árið 2013 í 755 milljónir 2017. Það er því eftir miklu að slægjast á þessum markaði og mörg fyrirtæki hafa komið auga á sannkallað gullnámu hvað varðar  klónum gæludýra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vill komast á þing en segir að Beyoncé sé ítalskur lygalaupur sem tilbiðji djöfla

Vill komast á þing en segir að Beyoncé sé ítalskur lygalaupur sem tilbiðji djöfla
Pressan
Í gær

„Enginn fer inn og enginn fer út“ – Íbúar í 9 blokkum lokaðir inni næstu fimm daga

„Enginn fer inn og enginn fer út“ – Íbúar í 9 blokkum lokaðir inni næstu fimm daga
Pressan
Í gær

200 vísindamenn reyna að ná eyrum WHO – Kórónuveiran getur svifið lengi í loftinu

200 vísindamenn reyna að ná eyrum WHO – Kórónuveiran getur svifið lengi í loftinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að líf sé að finna í hafi eins tungla Júpíters

Telja að líf sé að finna í hafi eins tungla Júpíters
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjó með líki móður sinnar í fimm ár

Bjó með líki móður sinnar í fimm ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mark Zuckerberg tapar 1.000 milljörðum á sniðgöngu auglýsenda

Mark Zuckerberg tapar 1.000 milljörðum á sniðgöngu auglýsenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða
Fyrir 5 dögum

Yfir 500 laxar í Urriðafossi

Yfir 500 laxar í Urriðafossi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir eitthvað mikið að í Norður-Kóreu

Segir eitthvað mikið að í Norður-Kóreu