fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Diana fór til læknis út af stressi – Átti aðeins 72 tíma ólifaða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. september 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað myndir þú gera ef þú fengir að vita að þú ættir aðeins 72 klukkustundir eftir ólifaðar? Erfið spurning og eflaust mörg svör við henni. En þessi spurning kviknaði hjá Diana Higman eftir að hún leitaði til læknis út af því sem hún taldi vera stress.

Diana býr í Derby á Englandi og er nú 56 ára. Læknirinn tók blóðprufu úr henni og var niðurstaðan að hún þyrfti að fá nýja lifur og það strax.

„Þetta var skömmu eftir að faðir minn lést. Ég var mjög þreytt en læknirinn hafði fram að þessu talið að þreytan tengdist stressi.“

Sagði hún í samtali við Derbyshire Live.

„Mér var ráðlagt að láta taka blóðprufur en það gerði ég ekki. Það var ekki fyrr en dag einn þegar ég var á sjúkrahúsi að ég lét gera það. Örskömmu síðar var mér sagt að ég væri komin á lista yfir þá sem þurfa bráða líffæragjöf og að auki ætti ég bara 72 klukkustundir eftir ólifaðar.“

Sjúkdómsgreining hennar hljóðaði upp á autoimmun hepatitis sem er sjaldgæfur krónískur lifrarsjúkdómur sem veldur því að lifrin skreppur mjög hratt saman. Af þeim sökum þurfti hún á nýrri lifur að halda.

„Ég var flutt á Queen Elizabeth sjúkrahúsið í Birmingham. Ég var svo hrædd, langt að heima og alein. Fyrst fékk ég að vita að þeir hefðu fundið lifur en hún reyndist vera of stór. Það hræddi mig því þeir höfðu sagt mér að lifrin mín myndi bara duga í nokkra daga.“

Næsta kvöld fékk hún að vita að önnur lifur hefði fundist handa henni.

„Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina sá frábær hjúkrunarfræðingur um mig og sporin mín 53.“

Hún var rúmlega ár að jafna sig eftir aðgerðina. Fyrst í stað gat hún hvorki gengið né staði upp hjálparlaust, hún hafði misst allan mátt í vöðvum og var eins og flak. En með hörku og ákveðni hefur hún byggt líkamann upp á nýjan leik og hefur meðal annars unnið til verðlauna á World Transplant Games.

Diana að keppni lokinni.

Hún vonast til að saga hennar verði til að fleiri skrái sig sem líffæragjafa.

„Ef maður er sjálfur reiðubúinn til að fá líffæri ætti maður einnig að vera viljugur til að gefa líffæri. Gjafinn minn gaf mér tækifæri til að lifa og ég verð honum ævinlega þakklát.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“