Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Skrifaði umsögn um hótel á netið – Stefnt fyrir dóm af hótelinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur fjögurra stjörnu hótels í Austurríki hafa stefnt þýskum manni fyrir dóm og krafist bóta vegna ummæla sem hann skrifaði um hótelið á vefsíðurnar Booking.com og TripAdvisor. Það sem særði eigendur hótelsins svo mikið var að hann gagnrýndi þá fyrir að skreyta gestamóttökuna með mynd af „nasistaafa“.

The Guardian skýrir frá þessu. Samkvæmt dómsskjölum komu maðurinn og eiginkona hans á hótelið í Gerlos í Austurrísku Ölpunum í lok ágúst. Þegar þau höfðu skráð sig inn tóku þau eftir tveimur myndum sem héngu á vegg við innganginn. Önnur myndin var af ungum manni en hin af eldri manni. Báðir voru í einkennisfatnaði nasista.

Þetta skrifaði maðurinn síðan um á Booking.com og TripAdvisor þegar hann kom heim, bæði á þýsku og ensku. Yfirskrift ummæla hans var: „Við innganginn hangir mynd af nasistaafa.“

Hann velti því síðan upp í skrifum sínum hvað hóteleigendurnir væru að reyna að segja gestum sínum með þessari mynd. Þessi upplifun þeirra hjóna sé lýsandi fyrir ástandið í þessum hluta Austurríkis þessa dagana og nú hafi þau engan áhuga á að heimsækja svæðið aftur.

Hóteleigendurnir reyndu að fá ummælin fjarlægð því þeir töldu þau meiðandi þar sem um myndir af ættingjum væri að ræða og hefðu þeir aðeins verið í hernum en ekki nasistaflokknum. Booking.com varð við beiðninni og fjarlægði ummælin en TripAdvisor varð ekki við óskum þar um. Af þeim sökum stefndu hóteleigendurnir manninum fyrir dóm í Innsbruck og kröfðust bóta.

Þjóðverjinn fór þá að kafa ofan í sögu mannanna á myndunum og hvað þeir hefðu gert á tímum nasismans. Í þjóðskjalasafninu í Berlín fann hann gögn sem sanna að báðir mennirnir voru félagar í nasistaflokknum og því ekki „bara“ hermenn.

Hóteleigendurnir halda því fram að þeir hafi ekki vitað að mennirnir voru félagar í nasistaflokknum.

Dómstólinn í Innsbruck fyrirskipaði Þjóðverjanum að fjarlægja ummælin af netinu því þau gæfu til kynna að hóteleigendurnir aðhylltust málstað nasista. Dómurinn taldi að orðspor eigandans væri mikilvægara en tjáningarfrelsið.

Maðurinn eyddi því ummælum sínum af vef TripAdvisor og lögmaður hóteleigendanna hefur upplýst að myndirnar hafi nú verið fjarlægðar úr móttökunni. En málarekstrinum er ekki lokið og mun væntanlega standa yfir fram eftir hausti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði