fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Pressan

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Somchai Lurak, 26 ára fjölskyldumaður í Idaho í Bandaríkjunum, má teljast heppinn að vera á lífi eftir skelfilegt umferðarslys fyrr í sumar. Kona, sem var ölvuð undir stýri, missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að harður árekstur varð.

Lurak var ökumaðurinn í hinum bílnum og voru þrjár dætur hans; Aneena (6 ára), Kya (5 ára) og Drayka (3 ára) með í för. Þegar Lurak vaknaði úr dái nokkru eftir slysið færði bróðir hans honum þau tíðindi að stelpurnar hans hefðu allar dáið í slysinu. Lurak slasaðist alvarlega og lamaðist í slysinu.

Anthony Smock, 34 ára bróðir Luraks og föðurbróðir stúlknanna, kom fram í viðtali á dögunum þar sem hann hvatti fólk til að hætta að keyra undir áhrifum.

Bifreið Luraks var kyrrstæð á rauðu ljósi þegar bifreið hinnar 27 ára konu, Amöndu Moldenhauer, var ekið á yfir hundrað kílómetra hraða á bifreið Luraks. Amanda hefur verið ákærð fyrir manndráp og á hún þungan dóm yfir höfði sér. Hún hefur þegar játað sök í málinu.

„Þegar ég tel mig vera kominn yfir mestu sorgina þá byrja tárin að streyma niður,“ segir Anthony sem minnist frænkna sinna með hlýju. „Ég vil fá þær aftur og ég vil að bróðir minn fái börnin sín aftur. Það er kraftaverk að hann lifði af og hann verður sterkari með hverjum deginum.“

Lurak hryggbrotnaði illa í slysinu og telja læknar það ganga kraftaverki næst að hann hafi enn einhverja tilfinningu í fótunum. Hann á þó langt og strangt bataferli fyrir höndum og getur til dæmis ekki gengið. Læknar vita ekki hvort hann muni stíga í fæturna og ganga eftir slysið.

Anthony er orðlaus yfir allri þeirri hlýju sem fjölskyldan hefur fundið fyrir en 50 þúsund dalir hafa þegar safnast til að létta undir með Lurak.

Anthony hvetur fólk til að hugsa sig sinn gang ef það sest undir stýri og ekur undir áhrifum. „Ég bið ykkur. Aldrei keyra eftir að hafa drukkið áfengi. Það er sjálfselska og heimska og getur rústað lífi fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi
Pressan
Í gær

Baráttan um kórónuveirupeningana

Baráttan um kórónuveirupeningana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrt tjáningarfrelsi – Öryggisgæsla Rasmus Paludan hefur kostað 2,7 milljarða

Dýrt tjáningarfrelsi – Öryggisgæsla Rasmus Paludan hefur kostað 2,7 milljarða
Fyrir 3 dögum

Flott veiði síðustu daga í Vatnamótunum

Flott veiði síðustu daga í Vatnamótunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að milljónir Bandaríkjamanna gætu þurft að flytja til Kanada vegna versnandi ástands í Kaliforníu

Segir að milljónir Bandaríkjamanna gætu þurft að flytja til Kanada vegna versnandi ástands í Kaliforníu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar