fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Sviðsetti eigið mannrán: Vildi bara fá eiginkonuna til að vorkenna sér

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darrel Moll, 45 ára karlmaður í Columbia-sýslu í Wisconsin í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir býsna óvenjulegar sakir. Moll er sakaður um að sviðsetja eigið mannrán – allt í þeim tilgangi að fá meðaumkun frá eiginkonu sinni.

Það var á miðvikudag í síðustu viku að Darrel hringdi í eiginkonu sína undir lok vinnudags. Darrel leigði skrifstofurými í umræddu húsi og sagði hann eiginkonu sinni að mannræningjar hefðu ruðst inn, bundið hann við stól og hótað honum lífláti ef hann greiddi þeim ekki ákveðna fjárhæð.

Eiginkona hans brást við með því að hringja í lögreglu sem kom á vettvang. Þar fannst Darrel bundinn við skrifstofustól. Það sem lögregla fann hins vegar ekki voru vísbendingar um að einhver hefði ruðst inn og haft í hótunum við Darrel.

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Darrel og eiginkona hans höfðu átt í talsverðum erfiðleikum í hjónabandinu. Grunaði lögreglu að hann hefði sviðsett atburðarásina til að fá athygli eiginkonunnar. Er hann sagður hafa vonast til þess að hún kæmi á vettvang í stað þess að hringja á lögregluna.

Í frétt WKOW kemur fram að Darrel hafi játað við yfirheyrslur að hafa sviðsett atburðarásina. Hann var handtekinn í kjölfarið og verður hann meðal annars ákærður fyrir að sóa tíma lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku