Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Pressan

Sviðsetti eigið mannrán: Vildi bara fá eiginkonuna til að vorkenna sér

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darrel Moll, 45 ára karlmaður í Columbia-sýslu í Wisconsin í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir býsna óvenjulegar sakir. Moll er sakaður um að sviðsetja eigið mannrán – allt í þeim tilgangi að fá meðaumkun frá eiginkonu sinni.

Það var á miðvikudag í síðustu viku að Darrel hringdi í eiginkonu sína undir lok vinnudags. Darrel leigði skrifstofurými í umræddu húsi og sagði hann eiginkonu sinni að mannræningjar hefðu ruðst inn, bundið hann við stól og hótað honum lífláti ef hann greiddi þeim ekki ákveðna fjárhæð.

Eiginkona hans brást við með því að hringja í lögreglu sem kom á vettvang. Þar fannst Darrel bundinn við skrifstofustól. Það sem lögregla fann hins vegar ekki voru vísbendingar um að einhver hefði ruðst inn og haft í hótunum við Darrel.

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Darrel og eiginkona hans höfðu átt í talsverðum erfiðleikum í hjónabandinu. Grunaði lögreglu að hann hefði sviðsett atburðarásina til að fá athygli eiginkonunnar. Er hann sagður hafa vonast til þess að hún kæmi á vettvang í stað þess að hringja á lögregluna.

Í frétt WKOW kemur fram að Darrel hafi játað við yfirheyrslur að hafa sviðsett atburðarásina. Hann var handtekinn í kjölfarið og verður hann meðal annars ákærður fyrir að sóa tíma lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mike Pompeo skóf ekki af lýsingunum á Rússum og Kínverjum í ræðu

Mike Pompeo skóf ekki af lýsingunum á Rússum og Kínverjum í ræðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmi um að börn komi í skólann með falskt nesti

Dæmi um að börn komi í skólann með falskt nesti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun í garðinum sínum – Leysti 64 ára gamla ráðgátu

Gerði ótrúlega uppgötvun í garðinum sínum – Leysti 64 ára gamla ráðgátu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvæntar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan er með farsíma hennar

Óvæntar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan er með farsíma hennar