fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |
Pressan

Samkynhneigt mörgæsapar elur upp unga með óskilgreint kyn

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 10. september 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkynhneigðar mörgæsir eru um þessar mundir að ala upp fyrsta kynlausa mörgæsarungann í sædýrasafninu SEA Life London.

Mörgæsirnar Marama og Rocky hafa verið saman í 5 ár. Parið var valið af starfsfólki sædýrasafnsins til að ættleiða mörgæsaregg. Parið hefur nú verið að ala upp Gentoo mörgæsarungann síðan í júlí.

Stjórnendur SEA Life hafa ákveðið að komast í sögubækurnar þar sem þeir kusu að leyfa mörgæsarunganum að vera án kyns. Þetta verður fyrsti mörgæsarunginn í sædýrasafninu sem verður ekki skilgreindur eftir kyni.

Starfsfólkið segir að þetta sé eðlilegt meðal mörgæsa og annarra sjávardýra, mennirnir séu meira í því að skilgreina allt og alla.

Það var ákveðið að fara þessa leið þar sem það er náttúrlegt fyrir ungann að vaxa og dafna inn í fullorðinsárin án þess að hafa eitthvað ákveðið kyn. 

Mörgæsarunginn hefur verið merktur með einstöku fjólubláu bandi svo umsjónarfólkið geti þekkt ungann frá hinum mörgæsunum. 

Unginn er núna orðinn fjögurra mánaða gamall. Hann er búinn að missa allar barnafjaðrirnar og er orðinn tilbúinn í að verða fullgildur meðlimur í mörgæsaþyrpingunni.

Graham McGrath, stjórnandi í SEA Life garðinum segist vera stoltur af samkynhneigða mörgæsaparinu.

„Við erum afar stolt af Marama og Rocky sem tóku ungann undir sinn verndarvæng og hafa alið hann upp sem sinn eigin.“

Ástæðan fyrir því að Marama og Rocky fengu að ættleiða ungann er sú að mamma ungans fæddi tvö egg. Samkynhneigða parið fékk því að ala upp ungann til að létta undir hjá móðurinni. 

Gentoo mörgæsir eru nánast í útrýmingarhættu þar sem loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á heimaslóðir þeirra.

Kynlausi mörgæsarunginn er einn af tveimur Gentoo ungum sem fæðst hafa í SEA Life London á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Góð viðkoma hjá norska bjarnarstofninum

Góð viðkoma hjá norska bjarnarstofninum
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fluttu þúsund tonna vita frá ströndinni | Sjáðu myndbandið

Fluttu þúsund tonna vita frá ströndinni | Sjáðu myndbandið
Pressan
Í gær

Faðirinn sá viðbjóðinn í kjallaranum – Flýtti sér út með börnin

Faðirinn sá viðbjóðinn í kjallaranum – Flýtti sér út með börnin
Pressan
Í gær

Fyrrum starfsmaður NASA er sannfærður um að sannanir fyrir lífi á Mars hafi nú þegar fundist

Fyrrum starfsmaður NASA er sannfærður um að sannanir fyrir lífi á Mars hafi nú þegar fundist
Pressan
Í gær

Lá í rúminu með kærustunni þegar hann sá hreyfingu fyrir utan gluggann – Nú gæti hann átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér

Lá í rúminu með kærustunni þegar hann sá hreyfingu fyrir utan gluggann – Nú gæti hann átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar banna nýjustu mynd Tarantino

Kínverjar banna nýjustu mynd Tarantino
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tilraunaborg – 125 fá gefins pening á hverjum mánuði: „Fólk heldur að þeir sem fái þessa peninga vinni ekki”

Hin fullkomna tilraunaborg – 125 fá gefins pening á hverjum mánuði: „Fólk heldur að þeir sem fái þessa peninga vinni ekki”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var í sólbaði þegar maðurinn lét vatnsflösku í sandinn: Fékk áfall þegar hún sá hvað leyndist í flöskunni

Var í sólbaði þegar maðurinn lét vatnsflösku í sandinn: Fékk áfall þegar hún sá hvað leyndist í flöskunni