fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Bíræfinn þjófnaður á úri – Verðmæti 32 milljónir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 19:30

Úr af þessari tegund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískt par, sem var í fríi í Stokkhólmi nýlega, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar bíræfnir þjófar stálu úri frá manninum. Úrið sem um ræðir er ekki bara venjulegt armbandsúr heldur lúxus úr  frá Richard Mille sem er þekkt svissneskt fyrirtæki. Aðeins eru til nokkur eintök af úrum sem þessum og er verðmæti þeirra sem svarar til 32 milljóna íslenskra króna.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. það var síðdegis sunnudaginn 1. september síðastliðinn sem parið fór í gönguferð um miðbæ Stokkhólms. Fyrir framan Grand Hotel gáfu tveir menn sig á tal við manninn og báðu hann um að taka mynd af þeim með síma þeirra. Það vildi Bandaríkjamaðurinn gjarnan gera.

Þegar hann rétti mönnunum síðan símann aftur greip annar þeirra um handlegg hans og hélt þétt upp að líkama sínum og tók úrið af honum. Á meðan stillti hinn sér þannig upp að konan sá ekki hvað gekk á.

Parið hélt síðan heim á leið eftir helgina án úrsins góða sem þau höfðu kvittun fyrir og vottorð um að hér væri um ekta Richard Mille úr að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina