fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 06:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kann að hljóma undarlega og eiginlega frekar ósennilegt að 127 milljóna manna þjóð eigi í hættu á að deyja út með tímanum. En þetta er spá Kanako Amano, sem starfar hjá NLI rannsóknarmiðstöðinni, um framtíð Japan. Hún viðrar þessar áhyggjur sínar í heimildamyndinni Substitutes sem var gerð á síðasta ári. Í myndinni er kafað ofan í vaxandi áhuga og löngun Japana til að eiga frekar í „sambandi“ við kynlífsdúkkur en fólk af holdi og blóði.

„Stærsta vandamálið í Japan er minnkandi fæðingartíðni og þar með fækkun íbúa.“

Segir hún í heimildamyndinni.

Samkvæmt frétt Independent þá var síðasta ár ekki gott fyrir Japani hvað varðar fæðingartíðni því aðeins 921.000 barn fæddist í landinu og hafa fæðingar aldrei verið færri síðan byrjað var að halda opinberar skrár yfir þær 1899.

Staðan er grafalvarleg og hafa stjórnvöld miklar áhyggjur af gangi mála. Shinzo Abe, forsætisráðherra, hefur lofað að ríkisvaldið muni leggja meira fé í uppbyggingu leikskóla til að hægt verði að snúa þessari slæmu þróun við.

Sprenging í sölu á kynlífsdúkkum

Hvað varðar sölu á kynlífsdúkkum þá er staðan allt önnur en hvað varðar barneignir. Salan eykst ár frá ári að því er segir í heimildamyndinni. Haft er eftir sölumanni kynlífsdúkka að salan vaxi stöðugt og það séu ekki bara karlmenn sem sæki í slíkar dúkkur enda séu þær mjög raunverulegar.

„Þegar þú stundar kynlíf með konunni þinni geta komið upp vandamál. En með dúkku skiptir frammistaða þín engu máli.“

Segir hann um dúkkurnar en þær kosta að meðaltali sem nemur um hálfri milljón íslenskra króna.

Fékk sér kynlífsdúkku þegar konan lést

Í heimildamyndinni er meðal annars fylgst með Moru sem missti eiginkonu sína fyrir fjórum árum en hún lést af völdum alvarlegs sjúkdóms. Þau höfðu alltaf haft áhuga á dúkkum og má segja að Moru hafi viðhaldið þeim áhuga eftir andlát eiginkonunnar. Hann segist hafa glímt við tómarúm í hjarta sínu eftir andlát konunnar allt þar til hann hitti fyrstu kynlífsdúkkuna sína.

„Mér fannst hún geta huggað mig. Þegar ég hitti þær tengdist líf mitt þeim sterkum böndum. Eftir það hef ég ekki fundið fyrir einmanaleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku