fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |
Pressan

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 22:00

Þarf hann að hafa áhyggjur af þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur vísindamanna segir að stórhluti klámsíðna „leki“ upplýsingum til þriðja aðila um hverjir heimsæki síðurnar. Google er það fyrirtæki sem fær mest af þessum upplýsingum en Facebook er einnig að finna á listanum yfir þau fyrirtæki sem fá mikið af þessum upplýsingum. Þetta þýðir að sögn vísindamannanna að fyrirtækin geta fylgst með klámnotkun fólks á netinu.

Í rannsókninni, sem nefnist: Tracking sex: The implications of widespread sexual data leakage and tracking on porn websites“, kemur fram að Google og dótturfyrirtæki þess fái 74% af þessum upplýsingum.

Vísindamennirnir rannsökuðu rúmlega 22.000 klámsíður og komust að því að 93% leka upplýsingum um notendur sína til þriðja aðila.

Talsmaður Google neitaði í viðtali við The New York Times að forrit fyrirtækisins séu notuð til að safna upplýsingum sem þessum sem séu síðan notaðar til að ákveða hvernig auglýsingum á að beina að notendum.

Facebook er sagt fá 10% af þessum upplýsingum en talsmaður fyrirtækisins sagði að fyrirtækið heimili ekki að forrit frá því séu notuð af klámsíðum því það brjóti gegn notendaskilmálum Facebook. En fyrirtækið svaraði ekki hvort það hafi fengið þessar upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fugl varð eldri manni að bana

Fugl varð eldri manni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

86 tígrisdýr drápust – Aðeins 4.000 dýr eftir frjáls í heiminum

86 tígrisdýr drápust – Aðeins 4.000 dýr eftir frjáls í heiminum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óþekkt halastjarna er á fleygiferð í gegnum sólkerfið – Gestur frá öðru sólkerfi?

Óþekkt halastjarna er á fleygiferð í gegnum sólkerfið – Gestur frá öðru sólkerfi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugmaðurinn fékk kvíðakast og varð að yfirgefa flugstjórnarklefann rétt fyrir lendingu

Flugmaðurinn fékk kvíðakast og varð að yfirgefa flugstjórnarklefann rétt fyrir lendingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ættingjar héldu Alzheimerssjúklingi til að læknir gæti sprautað banvænu efni í hana

Ættingjar héldu Alzheimerssjúklingi til að læknir gæti sprautað banvænu efni í hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Yfirmaðurinn bauð góðan dag með orðunum – „Góðan dag píkur“

Yfirmaðurinn bauð góðan dag með orðunum – „Góðan dag píkur“