fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 06:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir menn, 19 og 20 ára, fundust látnir í íbúð í Silkeborg á Jótlandi í Danmörku á laugardagskvöldið. Þeir voru heima hjá vini sínum sem fann þá látna. Lögreglan telur að mennirnir hafa látist af völdum of stórs skammts af sterku verkjalyfi en það hefur notið töluverðra vinsælda meðal ungmenna í bænum að undanförnu.

Niðurstaða krufningar liggur ekki enn fyrir en Ekstra Bladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að talið sé mennirnir hafi notað verkjalyfið Doltard 30mg en það er mjög sterkt og getur verið banvænt ef of mikið er tekið af því.

Ungu mennirnir höfðu lagst inn í herbergi heima hjá vini sínum til að hvíla sig. Þegar hann fór að gæta að þeim voru þeir líflausir. Þeir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Doltard er lyfseðilsskylt en talsmaður lögreglunnar sagði að svo virðist sem auðvelt sé að verða sér úti um lyfið á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug