fbpx
Laugardagur 21.september 2019  |
Pressan

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 06:00

Robson, Jackson og Safechuck eru aðalpersónurnar í Leaving Neverland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heimildamyndinni Leaving Neverland eru settar fram alvarlegar ásakanir á hendur poppgoðinu Michael Jackson en þær snúa að meintu barnaníði hans. Myndin hefur hrist vel upp í mörgum og komið illa við marga í tónlistarheiminum og um leið aðdáendur Jackson heitins.

Í myndinni eru það Wade Robson, 41 árs, og James Safechuck, 37 ára, sem koma fram og saka Jackson um að hafa níðst á þeim kynferðislega þegar þeir voru börn að aldri í lok níunda áratugarins og byrjun þess tíunda.

Margir aðdáenda Jackson hafa brugðist illa við þessu og halda því fram að þessar ásakanir séu hreinn og beinn uppspuni. Nú kemur málið til kasta dómstóla en þó ekki í Bandaríkjunum heldur í Frakklandi. CNN segir að þrír aðdáendahópar Jackson ætli að stefna Robson og Safechuck fyrir dóm í Orleans fyrir að hafa „skaðað minningu hins látna“ en það er óheimilt samkvæmt frönskum lögum. Hóparnir krefjast einnar evru í bætur en upphæðin er táknræn enda ekki um háa fjárhæð að ræða.

Emmanuel Ludot, lögmaður, sem fer með málið fyrir hönd aðdáendanna segir að málareksturinn sé ekki peninganna vegna, þetta sé gert með hjartanu.

Meðal aðdáendanna er Myriam Walter, 62 ára hjúkrunarfræðingur, en hún gefur ekki mikið fyrir ásakanir Robson og Safechuck.

„Ég veit að þetta er ekki rétt. Þetta er rotið. Þetta var gert til að fá athygli. Þetta var til þess að þéna peninga.“

Sagði hún í samtali við CNN.

Hvorki Robson né Safechuck vildu tjá sig um málið við CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Flugmaðurinn fékk kvíðakast og varð að yfirgefa flugstjórnarklefann rétt fyrir lendingu

Flugmaðurinn fékk kvíðakast og varð að yfirgefa flugstjórnarklefann rétt fyrir lendingu
Pressan
Í gær

Tæknivædd Elísabet II Bretadrottning er með hraðbanka í Buckingham Palace

Tæknivædd Elísabet II Bretadrottning er með hraðbanka í Buckingham Palace
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leystu 47 ára gamla morðgátu – „Þetta vakti upp margar erfiðar minningar“

Leystu 47 ára gamla morðgátu – „Þetta vakti upp margar erfiðar minningar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt niðurstaða nýrrar rannsóknar – Miklu fleiri dýrategundir í Andesfjöllunum en í Amazon

Óvænt niðurstaða nýrrar rannsóknar – Miklu fleiri dýrategundir í Andesfjöllunum en í Amazon