fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Heyrði öskur berast úr skóginum – Barst úr plastpoka – Myndband

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. júní 2019 07:00

Skjáskot af upptöku lögreglunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. júní síðastliðinn fannst barn í skógi við bæinn Cumming í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Barnið var á lífi þegar það fannst. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum eftir að lögreglan birti myndand, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan, af því þegar barnið fannst.

Lögreglan, sem gaf barninu, sem er stúlka, nafnið Baby India, sendi myndbandið frá sér í þeirri von að einhver gæti gefið vísbendingar um hverjir gætu verið foreldrar barnsins.

Í myndbandinu sést hvar lögreglan rífur gat á plastpokann og vefur svo teppi um nýfætt barnið. Maður, sem býr í nágrenni við þann stað sem barnið fannst, hafði samband við lögregluna. Hann sagðist hafa heyrt öskrin frá húsinu sínu og fór út í skóg til að kanna málið.

Lögreglan í Forsyth County segir frá því á Facebook síðu sinni að barnið sé komið í hendur barnaverndaryfirvalda og að stúlkan hafi það eftir atvikum gott.

Lögreglan rannsakar nú málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt