fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Tölvukerfi Baltimore lamað: Þrjótarnir vilja 13 Bitcoin-rafmyntir en borgin ætlar ekki að borga

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 21. maí 2019 22:05

Borgaryfirvöldum í Baltimore er vandi á höndum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuþrjótum hefur tekist að lama tölvukerfi Baltimore-borgar í Bandaríkjunum og það gætu liðið nokkrar vikur, jafnvel mánuðir, áður en það kemst í samt lag aftur.

Um er að ræða svokallaða gagnagíslatökuárás (e. ransomware) og hafa þrjótarnir sem standa að baki gíslatökunni farið fram á að fá 13 Bitcoin-rafmyntir greiddar. Ekki er um neina smápeninga að ræða því myntirnar þrettán eru metnar á rúmlega 12,6 milljónir króna.

Borgaryfirvöld hafa neitað að greiða lausnargjaldið og vinna þess í stað með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að lausn málsins.

Sambærileg árás var gerð á tölvukerfi Atlanta-borgar á síðasta ári en ólíkt Atlanta er Baltimore ekki með sérstaka tryggingu gegn árásum af þessu tagi. Kostnaðurinn við þetta lendir því allur á borginni.

Árásin nú gerir það að verkum að tölvukerfi Baltimore-borgar er allt að því lamað. Þetta hefur meðal annars áhrif á greiðslur sem borgarbúar geta gert á netinu og þá liggur tölvupóstur og símkerfi starfsmanna í opinbera geiranum niðri. Áhrifin eru þó mun víðtækari.

„Ímyndaðu þér að einhver myndi læðast inn í ráðhúsið í skjóli nætur og taka alla pappíra í húsinu með sér; allar umsóknir um framkvæmdaleyfi og rekstrarleyfi svo dæmi séu tekin. Það er eiginlega það sem tölvuþrjótarnir eru að gera,“ segir Avi Rubin, hugbúnaðarsérfræðingur við Johns Hopkins University, í samtali við NPR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug