fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Óttast að yfir 30 hafi farist í eldgosinu

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 9. desember 2019 15:03

Frá eldgosinu banvæna á White Island.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að 32 hafi látist þegar eldgos hófst á eyjunni White Island undan ströndum Nýja-Sjálands í morgun. Staðfest hefur verið að fimm séu látnir og þá er margra til viðbótar saknað.

Talið er að um 50 manns hafi verið á eyjunni eða við hana þegar eldgosið hófst. Átján manns var bjargað eftir að eldgosið hófst og þar af voru nokkrir slasaðir, sumir voru með alvarleg brunasár. Viðbragðsaðilar sögðust í morgun „ekki sjá nein merki um líf“ á eyjunni sem þýðir að allt að 32 gætu verið látnir. Yfirvöld hafa þó ekki viljað staðfesta þessa tölu.

Talið er að um tuttugu ástralskir ferðamenn séu í hópi þeirra sem er saknað og þrír Bretar.

Viðbragðsaðilar hafa ekki lagt í björgunaraðgerðir þar sem aðstæður á eyjunni eru taldar mjög hættulegar. Þyrlur hafa þó flogið yfir eyjunni og hafa þær ekki séð merki um að neinn sé á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“