Þriðjudagur 28.janúar 2020
Pressan

Óttast að yfir 30 hafi farist í eldgosinu

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 9. desember 2019 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að 32 hafi látist þegar eldgos hófst á eyjunni White Island undan ströndum Nýja-Sjálands í morgun. Staðfest hefur verið að fimm séu látnir og þá er margra til viðbótar saknað.

Talið er að um 50 manns hafi verið á eyjunni eða við hana þegar eldgosið hófst. Átján manns var bjargað eftir að eldgosið hófst og þar af voru nokkrir slasaðir, sumir voru með alvarleg brunasár. Viðbragðsaðilar sögðust í morgun „ekki sjá nein merki um líf“ á eyjunni sem þýðir að allt að 32 gætu verið látnir. Yfirvöld hafa þó ekki viljað staðfesta þessa tölu.

Talið er að um tuttugu ástralskir ferðamenn séu í hópi þeirra sem er saknað og þrír Bretar.

Viðbragðsaðilar hafa ekki lagt í björgunaraðgerðir þar sem aðstæður á eyjunni eru taldar mjög hættulegar. Þyrlur hafa þó flogið yfir eyjunni og hafa þær ekki séð merki um að neinn sé á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Deila fallegum sögum af Kobe Bryant – Hjálpaði eftir alvarlegt bílslys skömmu áður en hann lést

Deila fallegum sögum af Kobe Bryant – Hjálpaði eftir alvarlegt bílslys skömmu áður en hann lést
Pressan
Í gær

Farþegaflugvél með 83 um borð brotlenti í morgun

Farþegaflugvél með 83 um borð brotlenti í morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar hyggjast banna einnota plast

Kínverjar hyggjast banna einnota plast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mildur vetur í Danmörku og vegir lítið saltaðir

Mildur vetur í Danmörku og vegir lítið saltaðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð
Pressan
Fyrir 3 dögum

10 ára piltur sagður hafa barnað 13 ára vinkonu sína

10 ára piltur sagður hafa barnað 13 ára vinkonu sína