Þriðjudagur 28.janúar 2020
Pressan

Miklir eldar, appelsínugulur himinn og eina björgunin er rigning

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 07:02

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í New South Wales í Ástralíu geta ekki gert annað en beðið eftir rigningu til að slökkva þá miklu gróðurelda sem nú loga í fylkinu. Rob Rogers, slökkviliðsstjóri fylkisins, segir að það muni taka margar vikur að slökkva eldana og það gerist ekki fyrr en það rignir mikið.

Sky skýrir frá þessu. Einnig kemur fram að sumir eldanna séu svo stórir að þeir „séu einfaldlega of stórir til að hægt sé að slökkva þá nú“.

Ástralska veðurstofan segir að eldarnir sendi mikinn reyk frá sér og liti himininn appelsínugulan. Reykur hefur legið yfir Sydney undanfarnar vikur og eru loftgæðin í borginni ekki upp á marga fiska.

Eldarnir hafa fram að þessu eyðilagt rúmlega 600 íbúðarhús og sex manns, hið minnsta, hafa látið lífið.

Reiknað er með enn frekari þurrkum og hitum á næstu vikum svo hætt er við að eldarnir muni loga áfram langt fram á næsta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Deila fallegum sögum af Kobe Bryant – Hjálpaði eftir alvarlegt bílslys skömmu áður en hann lést

Deila fallegum sögum af Kobe Bryant – Hjálpaði eftir alvarlegt bílslys skömmu áður en hann lést
Pressan
Í gær

Farþegaflugvél með 83 um borð brotlenti í morgun

Farþegaflugvél með 83 um borð brotlenti í morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar hyggjast banna einnota plast

Kínverjar hyggjast banna einnota plast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mildur vetur í Danmörku og vegir lítið saltaðir

Mildur vetur í Danmörku og vegir lítið saltaðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð
Pressan
Fyrir 3 dögum

10 ára piltur sagður hafa barnað 13 ára vinkonu sína

10 ára piltur sagður hafa barnað 13 ára vinkonu sína