fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Pressan

Mennirnir skotnir til bana í morgun: Grunaðir um hópnauðgun og morð

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 6. desember 2019 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir menn, sem grunaðir voru um hrottalega hópnauðgun og morð á ungri konu í Hyderabad á Indlandi í síðustu viku, voru skotnir til bana í morgun.

Mikil mótmæli brutust út eftir að fréttir um glæpinn spurðust út og beindist reiðin einkum að meintu aðgerðarleysi lögreglu. Óhætt að segja að fólk hafi fagnað dauða fjórmenninganna í morgun, að því er fram kemur í frétt BBC.

Það var í morgun að lögregla fór með mennina á vettvang glæpsins þegar þeir reyndu að hrifsa skotvopn úr höndum lögreglu og flýja. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta mennina sem létust af sárum sínum.

Íbúar í Hyderabad eru sagðir hafa farið út á götu og fagnað dauða mannanna og um leið hrósað lögreglunni. Þá voru sprengdir flugeldar að því er segir í frétt BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara
Í gær

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslamska ríkið í sókn í Afríku

Íslamska ríkið í sókn í Afríku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það eykur lífslíkur að stunda kynlíf eftir hjartaáfall

Það eykur lífslíkur að stunda kynlíf eftir hjartaáfall
Pressan
Fyrir 3 dögum

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska