fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Pressan

Er talinn hafa verið myrtur 2015 – Nú birtast myndir af honum á Facebook

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. desember 2019 06:02

Ricardas Puisys. Mynd:Cambridge Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega fjögur ár hefur breska lögreglan reynt að komast að hvað varð um Ricardas Puisys. Hann hvarf sporlaust eftir að hafa verið í vinnu í bænum Chatteris norðan við Cambridge. Málið hefur verið rannsakað sem morðmál en nú er lögreglan ekki lengur viss í sinni sök.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að að undanförnu hafi myndir af Ricardas, sem er frá Litáen, birst á Facebook. Það hefur vakið undrun lögreglumanna.

Adam Gallop, talsmaður lögreglunnar, sagði í samtali við BBC að á sínum tíma hafi lögreglan haft upplýsingar um að glæpur hafi verið framinn en hafi ekki tekist að afla nægra sönnunargagna til að kæra neinn.

Ricardas Puisys. Mynd:Cambridge Police

„Síðustu fjögur ár hefur hvarf Ricardas verði algjör ráðgáta. Við höfum ekki enn fundið lík hans en við höfum heldur ekki sannanir fyrir að hann sé á lífi. Hvort sem hann er á lífi eða ekki þá veit einhver hvað kom fyrir hann. Ég bið ykkur, gerið það rétta og gefið ykkur fram.“

Sagði Gallop.

Ricardas sást síðast þann 26. september 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Fjárframlög Michael Bloomberg gætu ráðið úrslitum forsetakosninganna í Flórída

Fjárframlög Michael Bloomberg gætu ráðið úrslitum forsetakosninganna í Flórída
Pressan
Í gær

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Skýrasta merkið sem við höfum séð um líf utan jarðarinnar“

„Skýrasta merkið sem við höfum séð um líf utan jarðarinnar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja