fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Pressan

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. desember 2019 06:00

Goo Hara. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega lést ung kona að nafni Goo Hara í Suður-Kóreu. Hún var þekkt k-poppstjarna í Kóreu og Japan. Í kjölfar andláts hennar hefur mikil umræða farið af stað í Suður-Kóreu um hvernig tónlistariðnaður landsins og netmenningin geta brotið allra sterkustu einstaklingana niður. Ekki löngu áður en Goo Hara lést tók önnur þekkt söngkona, k-poppstjarna, eigið líf í Suður-Kóreu. Hún hét Sulli og var góð vinkona Goo Hara.

Lögreglan er enn að rannsaka andlát Goo Hara og hefur ekki „útilokað að um sjálfsvíg“ hafi verið að ræða segir Yonhap fréttastofan. Í maí fannst hún meðvitundarlaus eftir að hafa reynt að taka eigið líf.

Á samfélagsmiðlum ræðir fólk nú þau mörgu vandamál sem fylgja k-poppiðnaðinum og eru einnig almennt til staðar í kóresku samfélagi.

„Við getum ekki misst eina konu til viðbótar.“

Skrifaði fjölmiðillinn Womennews á Facebook og birti grein um söngkonurnar tvær sem neituðu að „vera fallegar dúkkur“.

Fyrir þá sem ekki vita þá er k-popp suður-kóresk popptónlist þar sem undurfagurt fólk dansar, syngur og hegðar sér fullkomlega. Ef einhver þeirra fer ekki eftir þessari formúlu fellur það yfirleitt ekki vel í kramið hjá sumum aðdáendum.

„Ferill hennar er á niðurleið. Guð veit á hversu mörgum myndböndum hún sést með öðrum mönnum.“

Skrifaði einn aðdáandi þegar skýrt var frá því að Goo Hara stæði í lögfræðilegum deilum við fyrrum unnusta sinn sem hafði hótað að birta kynlífsmyndband af henni til að eyðileggja feril hennar.

„Bæði Goo Hara og Sulli voru einstakar að því leyti að þær stóðu af sér kynlífshneyksli. Hér í Kóreu er erfitt fyrir átrúnaðargoð að halda stöðu sinni eftir að skýrt er frá ástarsambandi þeirra. Sumar leyna því að þær eigi kærasta. Það má ekkert fréttast um einkalíf þeirra.“

Segir femínistinn og Instagram-listamaðurinn Yurido.

Myndavélar út um allt

Almennt er mikill vandi í Suður-Kóreu hvað varðar kynferðislegt myndefni á netinu. Í landinu er sannkallaður „njósnamyndavélafaraldur“ því búið er að koma örsmáum myndavélum fyrir víða þar sem líklegt er að konur afklæðist og þetta hefur alvarleg áhrif á andlega líðan þeirra.

BBC nefndi nýlega dæmi um slíkt.

„Mér finnst eins og hann horfi enn á mig.“

Sagði ung kona, Eun-ju Lee, við föður sinn þegar hún ræddi við hann í síma klukkan eitt að nóttu en þá var hún nývöknuð af martröð. Nokkrum dögum síðar tók hún eigið líf. Myndir höfðu verið teknar af henni í skiptiklefa á sjúkrahúsi. Sá sem það gerði starfaði sem læknir á sjúkrahúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Fjárframlög Michael Bloomberg gætu ráðið úrslitum forsetakosninganna í Flórída

Fjárframlög Michael Bloomberg gætu ráðið úrslitum forsetakosninganna í Flórída
Pressan
Í gær

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Skýrasta merkið sem við höfum séð um líf utan jarðarinnar“

„Skýrasta merkið sem við höfum séð um líf utan jarðarinnar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja