fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Pressan

Blindur maður sendur í rafmagnsstólinn

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 6. desember 2019 10:24

Lee Hall var tekinn af lífi í gærkvöldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lee Hall, 53 ára fangi á dauðadeild í Tennessee, var tekinn af lífi í gærkvöldi. Lee þessi var blindur en hann var sakfelldur fyrir morð á fyrrverandi kærustu sinni árið 1992 en morðið framdi hann árið áður. Lee var tekinn af lífi í rafmagnsstól í gærkvöldi.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að þetta sé í annað sinn síðan dauðarefsingar voru teknar upp að nýju árið 1976 að blindur einstaklingur er tekinn af lífi.

Morðið var hrottafengið en Lee var dæmdur fyrir að kveikja í fyrrverandi kærustu sinni, Tracy Crozier, sem þá var 22 ára. Tracy var í bílnum sínum þegar Lee bar eld að henni með þeim afleiðingum að hún lést.

Í frétt Tennessean kemur fram að vitni hafi séð reyk koma frá höfði Lee og segir lögfræðingur hans, Kelley Henry, að það sé merki um að aftakan hafi ekki gengið sem skyldi. Fangelsismálayfirvöld segja að aftakan hafi gengið samkvæmt áætlun.

Lee, sem var með sjón þegar hann var dæmdur, missti sjónina vegna gláku sem var ekki meðhöndluð með fullnægjandi hætti. Lee valdi rafmagnsstólinn fram yfir banvæna sprautu eins og föngum, sem dæmdir voru til dauða fyrir árið 1999, er leyfilegt að gera.

Systir Tracy, Staci Wooten, var viðstödd aftökuna og fagnaði hún að Lee væri loksins dáinn í viðtali við fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara
Í gær

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslamska ríkið í sókn í Afríku

Íslamska ríkið í sókn í Afríku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það eykur lífslíkur að stunda kynlíf eftir hjartaáfall

Það eykur lífslíkur að stunda kynlíf eftir hjartaáfall
Pressan
Fyrir 3 dögum

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska