fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Pressan

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slæmar vinnuaðstæður, öskrandi yfirmenn og vinnustaðamenning sem lætur starfsmönnum líða eins og þeir séu komnir inn í sértrúarsöfnuð. Þetta eru meðal þeirra ásakana sem rigndi yfir sænsku fataverslunarkeðjuna H&M í gær í nýrri bók „The Big Boss“ sem kom út í Svíþjóð í gær. Miðað við lýsingarnar þá fer því víðsfjarri að hinn svokallaði „sérstaki H&M-andi“ ráði ríkjum hjá fyrirtækinu.

H&M brást fljótt við ásökununum og „vísar þeim algjörlega á bug“ segir Expressen.

Titill bókarinnar vísar til Stefan Persson, sem erfði H&M eftir föður sinn, og er í dag einn auðugasti maður heims. Í bókinni skoða höfundarnir, þeir Jonas Alsgren og Erik Palm, hvernig menningu árangur H&M og auðæfi Perssons eru byggð á. H&M stærir sig gjarnan af sérstökum „H&M-anda“ og það er einmitt hann sem er tekinn til nákvæmrar skoðunar í bókinni. En sú mynd sem höfundarnir draga upp af honum er ekki beinlínis fögur.

Þeir lýsa því hvernig öskrað er á starfsmenn, þeim er skipað til að mæta til vinnum með skömmum fyrirvara og að hjá fyrirtækinu ríki menning sem geri að verkum að einstakir starfsmenn séu gerðir að sökudólgum þegar árangurinn er ekki nægilega góður. Á móti sé heildinni hrósað þegar verslun nær góðum árangri. Einnig eru settar fram ásakanir um að vinnuaðstæður séu ekki nægilega öruggar og að margir hlutastarfsmenn séu notaðir og beittir miklum þrýstingi. Allt er þetta byggt á samtölum höfundanna við 100 núverandi og fyrrverandi starfsmenn keðjunnar. Margir þeirra líktu þessu við að þetta væri eins og að vera í sértrúarsöfnuði.

„Þetta er eins og sértrúarsöfnuður. Ef maður vill vera hjá H&M á maður bara að segja „já“ og hlýða þeim sem ráða.“

Sagði einn viðmælandanna sem starfar við innkaup á aðalskrifstofu fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tölvuþrjótar rákust á vegg hjá Nikolaj Jacobsen – „Þetta er í lagi, þið megið bara hafa þetta“

Tölvuþrjótar rákust á vegg hjá Nikolaj Jacobsen – „Þetta er í lagi, þið megið bara hafa þetta“
Pressan
Í gær

Hópur herforingja og þjóðaröryggisráðgjafa fer gegn Trump – „Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess“

Hópur herforingja og þjóðaröryggisráðgjafa fer gegn Trump – „Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrstu kappræður Trump og Biden eru í kvöld – Skattamálin verða væntanlega ofarlega á baugi

Fyrstu kappræður Trump og Biden eru í kvöld – Skattamálin verða væntanlega ofarlega á baugi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Munu skattamál Trump koma í veg fyrir endurkjör?

Munu skattamál Trump koma í veg fyrir endurkjör?
Pressan
Fyrir 2 dögum

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara
Fyrir 2 dögum

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel