Þriðjudagur 21.janúar 2020
Pressan

„Spillingarlaust“ land þarf að horfast í augu við raunveruleikann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 20:30

Mumbai er fjölmennasta borg Indlands,með rúmlega 16 milljónir íbúa. Ljósmynd/Wikipedia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indversk stjórnvöld hafa lengi haldið því fram að spilling þrífist ekki í miklum mæli í þessu fjölmennasta lýðræðisríki heims. Þungar refsingar liggja við spillingu en þrátt fyrir það eru spilling og mútur hluti af daglegu lífi fólks. Narendra Modi, forsætisráðherra, hefur gengið svo langt að segja landið laust við spillingu en það er nú ekki alveg svo.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Transparency International India. Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að taka hart á hverskyns spillingu er ljóst að erfitt er að eiga við vandann því á síðasta ári greiddi helmingur landsmanna mútur einu sinni eða oftar.

Í skýrslunni kemur fram að mútumenningin á Indlandi sé einna algengust þegar fólk kaupir hús eða land. Einnig koma mútur við sögu í opinbera geiranum, sérstaklega þegar fólk á í samskiptum við lögregluna og skattinn. Það getur varðað allt að sjö ára fangelsi að greiða mútur eða taka við.

Ríkisstjórnin hefur á undanförnum árum hert baráttuna gegn spillingu með því að setja sérstakar eftirlitsstofnanir á laggirnar og veita meira fé til baráttunnar gegn spillingu. Þessar aðgerðir hafa þó skilað takmörkuðum árangri segir CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Birti þessa mynd af jólagjöfinni og missti vinnuna í kjölfarið

Birti þessa mynd af jólagjöfinni og missti vinnuna í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íranskur leyniþjónustumaður handtekinn við heimili Norðmanns

Íranskur leyniþjónustumaður handtekinn við heimili Norðmanns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skemmt vegabréf kostaði þau 1,2 milljónir

Skemmt vegabréf kostaði þau 1,2 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakfelld fyrir kynferðisofbeldi gegn 17 ára nemanda sínum – Hann líktist manninum mínum svo mikið

Sakfelld fyrir kynferðisofbeldi gegn 17 ára nemanda sínum – Hann líktist manninum mínum svo mikið