Þriðjudagur 21.janúar 2020
Pressan

Skólastjóri bannar nemendunum að senda jólakort

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jonathan Mason, skólastjóri Belton Lane grunnskólans í Grantham í Lincolnshire á Englandi hefur bannað nemendum skólans að senda jólakort. Hann hefur fengið að heyra það óþvegið eftir að fréttist af þessu og hefur honum verið líkt við „Trölla“ úr „Trölli stal jólunum“.

En ástæðan fyrir banninu er ekki trúarleg eðlis heldur er það af umhverfisástæðum sem Mason vill ekki leyfa nemendunum að senda jólakort. Hann segir það slæmt fyrir umhverfið. Sky skýrir frá þessu.

En foreldrar nemenda hans eru ósáttir og segja bannið ekki í anda jólanna og saka hann um hræsni því hann tilkynnti foreldrum allra nemendanna um bannið með því að senda þeim bréf. Í bréfinu sagði hann meðal annars að mörg börn hafi komið að máli við hann og lýst yfir áhyggjum sínum af neikvæðum áhrifum jólakortasendinga á umhverfið. Gríðarlegt magn jólakorta sé sent um allan heim og framleiðsla þeirra eigi hlut að máli hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda.

„Til að halda stöðu okkar sem umhverfisvænn skóli munum við ekki vera með póstkassa fyrir jólakort í framtíðinni. Þess í stað viljum við hvetja ykkur til að spara peninga og hlífa umhverfinu með því að senda ekki kort til allra barnanna í hverjum bekk. Ef þið viljið senda kort, vinsamlegast sendið eitt kort til hvers bekkjar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Birti þessa mynd af jólagjöfinni og missti vinnuna í kjölfarið

Birti þessa mynd af jólagjöfinni og missti vinnuna í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íranskur leyniþjónustumaður handtekinn við heimili Norðmanns

Íranskur leyniþjónustumaður handtekinn við heimili Norðmanns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skemmt vegabréf kostaði þau 1,2 milljónir

Skemmt vegabréf kostaði þau 1,2 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakfelld fyrir kynferðisofbeldi gegn 17 ára nemanda sínum – Hann líktist manninum mínum svo mikið

Sakfelld fyrir kynferðisofbeldi gegn 17 ára nemanda sínum – Hann líktist manninum mínum svo mikið