fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Pressan

100 tonn af gulli flutt til Póllands með mikilli leynd

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 07:02

Gull sett um borð í flugvél. Mynd:G4S

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skjóli myrkurs og mikillar leyndar var nýlega flogið með 8.000 gullstangir, samtals 100 tonn, frá Lundúnum til Varsjár. Verðmæti gullsins er sem svarar til um 700 milljarða íslenskra króna. Flugvélarnar tóku á loft frá ótilgreindum flugvelli í Lundúnum og lentu á mismunandi flugvöllum í Varsjá.

Sagt er að þetta séu einir mestu gullflutningar sögunnar á milli banka. Það þarf því ekki að koma á óvart að mikil leynd hafi hvílt yfir þessu og að mikil öryggisgæsla hafi verið viðhöfð.

Föstudaginn 22. nóvember óku vöruflutningabílar með 22 kassa fulla af gullstöngum frá húsi í norðvesturhluta Lundúna út á flugvöll. Á leiðinni gættu lögreglumenn bílanna, bæði á jörðu niðri og úr lofti.

Gullið var sett um borð í átta flugvélar sem flugu með það til Varsjá þar sem það var sett um borð í tvær flugvélar sem flugu með það þaðan til annarra flugvalla í Póllandi. Þar tóku úrvalssveitir hersins við því og fluttu í öruggar geymslur pólska seðlabankans.

Hluti af gullinu. Mynd:G4S

Það var öryggisfyrirtækið G4S sem hafði umsjón með verkefninu segir í fréttatilkynningu frá því.

Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út sendu Pólverjar hluta af gullbirgðum sínum til Englands þar sem það var sett í vörslu Englandsbanka og þar hefur það verið síðan. Pólska ríkisstjórnin segir að þessi heimflutningur gullsins sé til að styrkja landið.

En þetta er ekki allt gull Pólverjar því á síðasta ári keyptu þeir 100 tonn til viðbótar sem eru einmitt geymd hjá Englandsbanka og verða þar áfram um hríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mesti samdráttur bandaríska hagkerfisins í 70 ár

Mesti samdráttur bandaríska hagkerfisins í 70 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Biden veitist að Trump – „Hann verður að hætta að tala um klikkuðu konuna“

Biden veitist að Trump – „Hann verður að hætta að tala um klikkuðu konuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maria Sharapova tjáir sig um dökka fortíðina

Maria Sharapova tjáir sig um dökka fortíðina
Fyrir 4 dögum

Boltafiskur úr Kleifarvatni

Boltafiskur úr Kleifarvatni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þýska lögreglan þögul eftir leit í Hannover – Fannst eitthvað tengt hvarfi Madeleine?

Þýska lögreglan þögul eftir leit í Hannover – Fannst eitthvað tengt hvarfi Madeleine?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Konan mín er búin að ákveða nafnið á barninu okkar og ég hata nafnið“

„Konan mín er búin að ákveða nafnið á barninu okkar og ég hata nafnið“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óvinsælar og óvelkomnar öryggissveitir Trump eru farnar frá Seattle

Óvinsælar og óvelkomnar öryggissveitir Trump eru farnar frá Seattle
Pressan
Fyrir 6 dögum

Geimferð til Mars á að finna svar við einni stærstu spurningu sögunnar

Geimferð til Mars á að finna svar við einni stærstu spurningu sögunnar