Laugardagur 18.janúar 2020
Pressan

100 tonn af gulli flutt til Póllands með mikilli leynd

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 07:02

Gull sett um borð í flugvél. Mynd:G4S

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skjóli myrkurs og mikillar leyndar var nýlega flogið með 8.000 gullstangir, samtals 100 tonn, frá Lundúnum til Varsjár. Verðmæti gullsins er sem svarar til um 700 milljarða íslenskra króna. Flugvélarnar tóku á loft frá ótilgreindum flugvelli í Lundúnum og lentu á mismunandi flugvöllum í Varsjá.

Sagt er að þetta séu einir mestu gullflutningar sögunnar á milli banka. Það þarf því ekki að koma á óvart að mikil leynd hafi hvílt yfir þessu og að mikil öryggisgæsla hafi verið viðhöfð.

Föstudaginn 22. nóvember óku vöruflutningabílar með 22 kassa fulla af gullstöngum frá húsi í norðvesturhluta Lundúna út á flugvöll. Á leiðinni gættu lögreglumenn bílanna, bæði á jörðu niðri og úr lofti.

Gullið var sett um borð í átta flugvélar sem flugu með það til Varsjá þar sem það var sett um borð í tvær flugvélar sem flugu með það þaðan til annarra flugvalla í Póllandi. Þar tóku úrvalssveitir hersins við því og fluttu í öruggar geymslur pólska seðlabankans.

Hluti af gullinu. Mynd:G4S

Það var öryggisfyrirtækið G4S sem hafði umsjón með verkefninu segir í fréttatilkynningu frá því.

Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út sendu Pólverjar hluta af gullbirgðum sínum til Englands þar sem það var sett í vörslu Englandsbanka og þar hefur það verið síðan. Pólska ríkisstjórnin segir að þessi heimflutningur gullsins sé til að styrkja landið.

En þetta er ekki allt gull Pólverjar því á síðasta ári keyptu þeir 100 tonn til viðbótar sem eru einmitt geymd hjá Englandsbanka og verða þar áfram um hríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Sjómaður fékk 8 kíló af kókaíni í netin – Dæmdur í átta ára fangelsi

Sjómaður fékk 8 kíló af kókaíni í netin – Dæmdur í átta ára fangelsi
Pressan
Í gær

Metviðskiptajöfnuður í Danmörku – 3.700 milljarðar

Metviðskiptajöfnuður í Danmörku – 3.700 milljarðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

DNA úr barnabarni leysti dularfullt mál

DNA úr barnabarni leysti dularfullt mál
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvöfalt fleiri dönsk ungmenni nota kókaín nú en fyrir fimm árum

Tvöfalt fleiri dönsk ungmenni nota kókaín nú en fyrir fimm árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi þrýstingur á afnám ótakmarkaðs hámarkshraða á þýskum hraðbrautum

Vaxandi þrýstingur á afnám ótakmarkaðs hámarkshraða á þýskum hraðbrautum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Saltvatn í krönum í Bangkok af völdum þurrka

Saltvatn í krönum í Bangkok af völdum þurrka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Feðgar þrívíddarprentuðu Lamborghini í fullri stærð – Síðan kom símtal sem þeir áttu enga von á

Feðgar þrívíddarprentuðu Lamborghini í fullri stærð – Síðan kom símtal sem þeir áttu enga von á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk er að missa sig yfir umsögn manns um kynlífsleikfang – „Kauptu þetta ef þú vilt upplifa galdra“

Fólk er að missa sig yfir umsögn manns um kynlífsleikfang – „Kauptu þetta ef þú vilt upplifa galdra“