Miðvikudagur 11.desember 2019
Pressan

Vildi fá betra sæti í flugvélinni – Nú situr hún í gæsluvarðhaldi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 16:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir eru reiðubúnir til að ganga mjög langt til að tryggja sér aukaþægindi í flugferðum. En það er hægt að ganga of langt í þessu og því komst kona nokkur frá Flórída nýlega að. Hún vildi fá stærra sæti í flugvél frá American Airlines. Þegar vélin var komin á loft sagði hún áhöfninni að hún væri veik og þyrfti að fá stærra sæti.

Flugstjórinn tók meintum veikindum konunnar svo alvarlega að hann sneri við og lenti aftur í Flórída til að hægt væri að koma konunni undir læknishendur. En þá kom í ljós að hún var alls ekki veik. NBC News skýrir frá þessu.

„Þegar vélin var á lofti sagði hún áhöfninni að hún vildi fá stærra sæti. Flugstjórinn tók þessu mjög alvarlega  og ákvað að öryggislenda. Þegar vélin var lent sagði konan að hún hefði logið til um heilsu sína til að fá stærra sæti.“

Sagði Mike Wood, fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar í Pensacola, í samtali við NBC News.

Þegar vélin var lent neitaði konan að fara frá borði. Á endanum tókst þó að telja hana á að yfirgefa vélina. Hún var síðan handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald þar sem líkur eru taldar á að hún geti ógnað eigin öryggi sem og öryggi annarra.

Flugvélin gat síðan haldið för sinni áfram eftir tveggja klukkustunda seinkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn er eftirlit með almenningi hert í Kína – Nú þurfa farsímanotendur að láta skanna andlit sín

Enn er eftirlit með almenningi hert í Kína – Nú þurfa farsímanotendur að láta skanna andlit sín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangelsaður fyrir að senda fyrrum eiginkonu sinni 2 krónur

Fangelsaður fyrir að senda fyrrum eiginkonu sinni 2 krónur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miklir eldar, appelsínugulur himinn og eina björgunin er rigning

Miklir eldar, appelsínugulur himinn og eina björgunin er rigning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvarf Anne-Elisabeth – Hér gæti lausnina verið að finna

Hvarf Anne-Elisabeth – Hér gæti lausnina verið að finna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banani seldist á 15 milljónir

Banani seldist á 15 milljónir