fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2019
Pressan

Mæðgurnar reka saman vændishús: Varpa ljósi á fuðurlegar óskir viðskiptavina

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem horfðu á heimildarþáttinn A Very Yorkshire Brothel, sem sýndur er á ITV-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi, tjáðu sig margir á samfélagsmiðlum eftir þátt gærkvöldsins.

Í þættinum var fylgst með mæðgum sem reka saman „nuddstofu“ í Sheffield en um er að ræða stað þar sem viðskiptavinir geta keypt sér þjónustu vændiskvenna. Mæðgurnar, Kath, 56 ára, og Jenni, 32 ára, reka staðinn City Sauna og hafa gert það undanfarin fimm ár.

Í þætti gærkvöldsins vörpuðu mæðgurnar ljósi á býsna óvenjulegar beiðnir sem þær fá frá viðskiptavinum. Segjast þær hafa þá tilfinningu að allskonar blæti (e. fetishes) séu að verða sífellt algengari. Sumir vilja að matur af ýmsu tagi komi við sögu í kynlífinu og þá var að minnsta kosti einn sem bað um að sér yrði vafið inn í lofttæmdan plastpoka. Þeirri ósk var hafnað.

Í einu tilvikinu bað viðskiptavinur um að vændiskona myndi blása upp blöðrur og sprengja þær á milli fóta sér. Mæðgurnar gátu orðið við þeirri beiðni enda var hún ekki talin hættuleg. Þetta er aðeins brot af þeim furðulegu beiðnum sem þær mægður hafa fengið.

Tekið var fram í þættinum að starfsemi vændishússins væri ekki ólögleg þar sem vændiskonurnar sem þar starfa vinna sjálfstætt og eru á eigin fótum. Viðskiptavinir þurfa að greiða gjald fyrir að koma inn í húsið en síðan rukka vændiskonurnar kúnnana fyrir þjónustuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir risastórir loftsteinar fara nærri jörðinni um jólin

Tveir risastórir loftsteinar fara nærri jörðinni um jólin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn er eftirlit með almenningi hert í Kína – Nú þurfa farsímanotendur að láta skanna andlit sín

Enn er eftirlit með almenningi hert í Kína – Nú þurfa farsímanotendur að láta skanna andlit sín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar fréttir um ástand heimshafanna – Súrefnismagn fer minnkandi

Skelfilegar fréttir um ástand heimshafanna – Súrefnismagn fer minnkandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miklir eldar, appelsínugulur himinn og eina björgunin er rigning

Miklir eldar, appelsínugulur himinn og eina björgunin er rigning
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
Pressan
Fyrir 5 dögum

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag
Pressan
Fyrir 5 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli