fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Pressan

Mæðgurnar reka saman vændishús: Varpa ljósi á fuðurlegar óskir viðskiptavina

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem horfðu á heimildarþáttinn A Very Yorkshire Brothel, sem sýndur er á ITV-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi, tjáðu sig margir á samfélagsmiðlum eftir þátt gærkvöldsins.

Í þættinum var fylgst með mæðgum sem reka saman „nuddstofu“ í Sheffield en um er að ræða stað þar sem viðskiptavinir geta keypt sér þjónustu vændiskvenna. Mæðgurnar, Kath, 56 ára, og Jenni, 32 ára, reka staðinn City Sauna og hafa gert það undanfarin fimm ár.

Í þætti gærkvöldsins vörpuðu mæðgurnar ljósi á býsna óvenjulegar beiðnir sem þær fá frá viðskiptavinum. Segjast þær hafa þá tilfinningu að allskonar blæti (e. fetishes) séu að verða sífellt algengari. Sumir vilja að matur af ýmsu tagi komi við sögu í kynlífinu og þá var að minnsta kosti einn sem bað um að sér yrði vafið inn í lofttæmdan plastpoka. Þeirri ósk var hafnað.

Í einu tilvikinu bað viðskiptavinur um að vændiskona myndi blása upp blöðrur og sprengja þær á milli fóta sér. Mæðgurnar gátu orðið við þeirri beiðni enda var hún ekki talin hættuleg. Þetta er aðeins brot af þeim furðulegu beiðnum sem þær mægður hafa fengið.

Tekið var fram í þættinum að starfsemi vændishússins væri ekki ólögleg þar sem vændiskonurnar sem þar starfa vinna sjálfstætt og eru á eigin fótum. Viðskiptavinir þurfa að greiða gjald fyrir að koma inn í húsið en síðan rukka vændiskonurnar kúnnana fyrir þjónustuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum
Pressan
Í gær

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar