Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Mæðgurnar reka saman vændishús: Varpa ljósi á fuðurlegar óskir viðskiptavina

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem horfðu á heimildarþáttinn A Very Yorkshire Brothel, sem sýndur er á ITV-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi, tjáðu sig margir á samfélagsmiðlum eftir þátt gærkvöldsins.

Í þættinum var fylgst með mæðgum sem reka saman „nuddstofu“ í Sheffield en um er að ræða stað þar sem viðskiptavinir geta keypt sér þjónustu vændiskvenna. Mæðgurnar, Kath, 56 ára, og Jenni, 32 ára, reka staðinn City Sauna og hafa gert það undanfarin fimm ár.

Í þætti gærkvöldsins vörpuðu mæðgurnar ljósi á býsna óvenjulegar beiðnir sem þær fá frá viðskiptavinum. Segjast þær hafa þá tilfinningu að allskonar blæti (e. fetishes) séu að verða sífellt algengari. Sumir vilja að matur af ýmsu tagi komi við sögu í kynlífinu og þá var að minnsta kosti einn sem bað um að sér yrði vafið inn í lofttæmdan plastpoka. Þeirri ósk var hafnað.

Í einu tilvikinu bað viðskiptavinur um að vændiskona myndi blása upp blöðrur og sprengja þær á milli fóta sér. Mæðgurnar gátu orðið við þeirri beiðni enda var hún ekki talin hættuleg. Þetta er aðeins brot af þeim furðulegu beiðnum sem þær mægður hafa fengið.

Tekið var fram í þættinum að starfsemi vændishússins væri ekki ólögleg þar sem vændiskonurnar sem þar starfa vinna sjálfstætt og eru á eigin fótum. Viðskiptavinir þurfa að greiða gjald fyrir að koma inn í húsið en síðan rukka vændiskonurnar kúnnana fyrir þjónustuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði