fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Gamall kynsjúkdómur greinist hjá sífellt fleiri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lekandi var nær grafinn og gleymdur kynsjúkdómur árum saman í Danmörku og greindust aðeins nokkur hundruð tilfelli á ári. En á síðustu fimm árum hafa sífellt fleiri greinst með sjúkdóminn. Á síðasta ári greindust 2.200 manns með hann en 1.141 fjórum árum áður.

Kristeligt Dagblad skýrir frá þessu. Blaðið segir einnig að á sama tíma hafi klamydíutifellum fjölgað nokkuð eða úr 30.881 árið 2014 í 33.415 á síðasta ári. Heilbrigðisyfirvöld telja að 500 konur verði ófrjóar árlega af völdum sjúkdómsins.

Haft er eftir Susan Cowan, hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni, að svo virðist sem lekandatilfellum fari sérstaklega fjölgandi hjá gagnkynhneigðum konum og körlum. Einnig sé aukning á fjölda smittilfella hjá körlum sem stunda kynlíf með körlum. Hún sagði einnig að í sögulegu samhengi væru tilfellin ekki mörg og vísaði þar til gagna smitsjúkdómastofnunarinnar.

Þau sýna að tilfellin voru miklu fleiri á stríðsárunum og í lok sjötta áratugarins og byrjun þess sjöunda en þá breyttust viðhorf Dana til kynlífs mikið og frjálsar ástir þóttu hið besta mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?