Miðvikudagur 11.desember 2019
Pressan

Er þetta ósmekklegasta jólaskraut sögunnar? Selt á Amazon

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 06:00

Hverjum dettur svona í hug?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amazon er stærsta netverslun heims og þar er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar, eða nánast. Það fór illa í marga að einn þeirra sem selur vörur sínar á Amazon tók nýlega upp á því að bjóða jólaskraut með myndum frá Auschwitz og Birkenau útrýmingarbúðum nasista til sölu.

BBC skýrir frá þessu. Varningur með myndum úr útrýmingarbúðunum sást innan um annað jólaskraut með öllu saklausari myndum frá Póllandi, til dæmis af dómkirkjunni í Krakow og gamla borgarhlutanum í Varsjá. Einnig var hægt að kaupa upptakara og músamottur með þessu ósmekklega myndefni.

Það voru starfsmenn Auschwitz-Birkenau safnsins sem vöktu athygli Amazon á þessu. Um tíu klukkustundum síðar var búið að fjarlægja vörurnar af síðunni. En þar með var málinu ekki alveg lokið. Skömmu síðar skrifuðu starfsmenn safnsins á Twitter að enn væri hægt að kaupa jólaskraut með mynd af lestarvagni sem var notaður til að flytja gyðinga í gasklefanum og músamottu með mynd af varðturni og gaddavírsgirðingu í Birkenau. Aftur liðu um tíu klukkustundir þar til vörurnar voru fjarlægðar af síðu Amazon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn er eftirlit með almenningi hert í Kína – Nú þurfa farsímanotendur að láta skanna andlit sín

Enn er eftirlit með almenningi hert í Kína – Nú þurfa farsímanotendur að láta skanna andlit sín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangelsaður fyrir að senda fyrrum eiginkonu sinni 2 krónur

Fangelsaður fyrir að senda fyrrum eiginkonu sinni 2 krónur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miklir eldar, appelsínugulur himinn og eina björgunin er rigning

Miklir eldar, appelsínugulur himinn og eina björgunin er rigning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvarf Anne-Elisabeth – Hér gæti lausnina verið að finna

Hvarf Anne-Elisabeth – Hér gæti lausnina verið að finna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banani seldist á 15 milljónir

Banani seldist á 15 milljónir