Sunnudagur 08.desember 2019
Pressan

Rússlandssérfræðingur varar við samsæriskenningu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. desember 2019 07:59

Voru Úkraínumenn að verki eins og Trump segir?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiona Hill, sem er sérfræðingur í málefnum Rússlands, kom nýlega fyrir rannsóknarnefnd bandarísku fulltrúadeildarinnar sem vitni í rannsókn deildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump forseta. Hill var áður aðalsérfræðingur Hvíta hússins í málefnum Rússlands.

Hún sagði þingnefndinni að varast þyrfti samsæriskenningu, sem Trump og stuðningsfólk hans hefur sett fram, sem snýst um að stjórnvöld í Úkraínu hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016.

„Þetta er uppspuni sem á rætur að rekja til rússneskra leyniþjónusta sem hafa dreift þessu.“

Hún sagðist sammála niðurstöðum bandarískra leyniþjónustustofnana að það hafi verið Rússar en ekki Úkraínumenn sem stóðu á bak við herferð 2016 til að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Hún varaði jafnfram við að Rússar væru nú að undirbúa sig undir að endurtaka leikinn í kosningunum á næsta ári.

Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hafa haft nokkur afskipti af kosningunum.

Samsæriskenningin um að Úkraínumenn hafi skipt sér af kosningunum 2016 var meðal þess sem Trump bað úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka fyrr á árinu. Auk þess bað hann þau um að rannsaka mál sem snúa að Joe Biden, fyrrum varaforseta, sem gæti orðið andstæðingur hans í kosningunum á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða
Fyrir 3 dögum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum