fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Pressan

Leonardo DiCaprio ranglega sakaður um að fjármagna íkveikjur í Amazon

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. desember 2019 07:00

Hollywood stjarnan Leonardo Dicaprio.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er stundum á svipuðu róli og Donald Trump, Bandaríkjaforesti, hvað yfirlýsingagleði varðar en þeir félagar eru á svipaðri línu í pólitíkinni og þá sérstaklega hvað varðar umhverfismál en þeir verða seint taldir umhverfisverndarsinnar. Bolsonaro sagði nýlega að bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio hefði fjármagnað íkveikjur í Amazon regnskóginum en lagði ekki fram neinar sannanir fyrir þessu.

Sky skýrir frá þessu. Segir miðillinn að Bolsonaro, sem er hægrisinnaður þjóðernissinni og popúlisti, hafi nýleg vikið að DiCapri þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína.

„Þessi Leonardo DiCaprio er svalur náungi, er það ekki? Gefur peninga til að hægt sé að kveikja í Amazon.“

Mörg þúsund eldar, margir af mannavöldum, hafa herjað á Amazon undanfarna mánuði. Bolsonaro lét þessi orð um DiCaprio falla í tengslum við áskanir á samfélagsmiðlum um að náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund (WWF) hafi greitt slökkviliðsmönnum fyrir ljósmyndir af baráttunni gegn skógareldunum í Amazon til að nota til fjáröflunar.

DiCaprio var í tengslum við þetta sagður hafa gefið 300.000 dollara til samtakanna. Hann hefur neitað því. Fyrrnefndir slökkviliðsmenn voru handteknir í síðustu viku, sakaðir um að tengjast íkveikjum og fjárplógsstarfsemi. Þeir voru látnir lausir skömmu síðar eftir hávær mótmæli almennings en engar sannanir liggja fyrir um að fyrrnefndar samsæriskenningar eigi við rök að styðjast.

DiCaprio segist ekki hafa gefið fé til WWF en hefur lýst yfir stuðningi sínum við baráttu „íbúa Brasilíu fyrir að varðveita náttúru sína og menningu“. WWF vísa einnig ásökununum á bug og segja þær ekki eiga við nein rök að styðjast.

Fyrr á árinu gáfu náttúruverndarsamtök DiCaprio, Earth Alliance, 5 milljónir dollara, til hjálpar regnskógunum.

Bolsonaro hefur ítrekað ráðist á náttúruverndarsinna og samtök sem hafa látið málefni Amazon til sín taka. Hann hefur meðal annars sakað náttúruverndarsinna um að hafa farið til Amazon til að kveikja elda. Hann hefur þó ekki getað lagt fram neinar sannanir fyrir þessu.

DiCaprio svaraði ásökunum Bolsonaro í gær og skrifaði á Instagram:

„Framtíð þessara óbætanlegu vistkerfa er í húfi og ég er stoltur af að styðja þau samtök sem vernda þau. Ég mun halda áfram að styðja frumbyggja Brasilíu, yfirvöld, vísindamenn, kennara og fólk sem vinnur stöðugt að því að bjarga Amazon til að tryggja framtíð allra Brasilíumanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráku mörg þúsund manns til að komast í gegnum heimsfaraldurinn – Fá milljónabónus

Ráku mörg þúsund manns til að komast í gegnum heimsfaraldurinn – Fá milljónabónus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hún elskaði húsmæðraklám og hekl – „Ég leita bara að hinum fullkomna manni og sannri ást“

Sakamál: Hún elskaði húsmæðraklám og hekl – „Ég leita bara að hinum fullkomna manni og sannri ást“