fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Hryðjuverkið á London Bridge – Dæmdur morðingi á meðal þeirra sem réðust á hryðjuverkamanninn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. desember 2019 07:02

James Ford

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn réðist öfgamaðurinn Usman Khan á vegfarendur nærri Fishmonger‘s Hall við London Bridge í Lundúnum og stakk þá með hnífum. Hann varð tveimur að bana og særði þrjá til viðbótar áður en vegfarendur yfirbuguðu hann.

Meðal snarráðra vegfarenda var James Ford sem var í dagsleyfi frá fangelsi en hann afplánar dóm fyrir að hafa myrt konu fyrir 15 árum.

Sky skýrir frá þessu. Segir miðillinn að Ford hafi myrt Amanda Champion, 21 árs, 2004. Hún var seinþroska og var talin vera með þroska á við 15 ára barn. Ford kyrkti hana og skar á háls en tilviljun réði því að hún varð fórnarlamb hans. Lögreglan náði honum ekki fyrr en starfsmaður hjálparlínu rauf trúnað og skýrði lögreglunni frá játningu Ford.

Ford var á ráðstefnu um endurhæfingu fanga í Fishmonger‘s Hall á föstudaginn þegar Khan lét til skara skríða. Ford og fleiri afbrotamenn, sem sóttu ráðstefnuna, gripu til sinna ráða og réðust á Khan. Fleiri borgarar lögðu þeim lið, til dæmis maður sem sprautaði úr slökkvitæki á Khan og pólskur kokkur að nafni Lukasz sem réðst á hann með náhvalstönn að vopni. Vitni segja að hann hafi tekið tönnina niður af vegg í Fishmonger‘s Hall og beitt henni gegn Khan sem náði að stinga hann í höndina. Lögreglumaður á frívakt kom einnig að málum.

Afbrotamennirnir og aðrir sem tóku þátt í að yfirbuga Khan hafa verið hylltir af stjórnmálamönnum og almenningi sem hetjur sem gripu til sinna ráða.

Þegar vopnaðir lögreglumenn komu á vettvang hafði tekist að koma Khan niður í jörðina og stóðu átök við hann yfir. Lögreglumennirnir skipuðu fólki að hafa sig á brott þar sem Khan væri með sprengjuvesti. Þeir skutu hann síðan til bana. Sprengjuvestið reyndist síðan vera eftirlíking.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn