Mánudagur 24.febrúar 2020
Pressan

Börnin sáu brjóst stjúpmóður sinnar – Ákærð fyrir kynferðisbrot

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. desember 2019 06:00

Börnin máttu ekki sjá brjóst að mati saksóknara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Utah í Bandaríkjunum er konum, við vissar aðstæður, óheimilt að bera brjóst sín þannig að börn undir 14 ára aldri sjái þau. Það eru einmitt þessi lög sem Tilli Buchanan, 27 ára, er ákærð fyrir að hafa brotið þegar hún var, ásamt eiginmanni sínum, að endurnýja bílskúrinn þeirra.

Eftir því sem hún segir þá var svo heitt að þau fóru bæði úr að ofan og lét hún brjóstahaldarann einnig fjúka. Skömmu síðar komu þrjú börn mannsins, sem eru á aldrinum 9 til 13 ára, inn í bílskúrinn og sáu hana berbrjósta.

Samkvæmt fyrrnefndum lögum mega konur ekki vera berar að ofan á heimilum sínum ef líkur eru á að það geti brotið gegn blygðunarsemi barns eða örvað konuna eða barn kynferðislega.

En saksóknarar segja málsatvik ekki vera eins og Tilli lýsir þeim. Þeir segja að hún hafi verið ölvuð og hafi sagt við börnin að hún ætti að hafa fullan rétt á að fara úr að ofan eins og maðurinn hennar og síðan hafi hún farið úr peysunni. Þeir segja hana einnig hafa sagt við manninn sinn að hún myndi klæða sig aftur ef hann sýndi getnaðarlim sinn.

Það var móðir barnanna sem kærði Tilli eftir að börnin höfðu sagt henni að þau hefðu séð brjóst stjúpmóður sinnar.

Tilli er ákærð fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi barnanna. Hún á allt að 364 daga fangelsi yfir höfði sér, sekt upp á 2.500 dollara og að vera skráð á lista yfir kynferðisbrotamenn í 10 ár.

Lögmenn hennar segja að lög Utah um þetta brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna því þau mismuni kynjunum þar sem körlum sé heimilað að sýna brjóst sín á almannafæri en ekki konum. Saksóknarar segja að lögin hafi fullt gildi og brjóti ekki gegn stjórnarskránni því í bandarísku samfélagi séu kvenmannsbrjóst tengd við eitthvað kynferðislegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn streyma til Danmerkur – Aldrei fleiri gistinætur

Ferðamenn streyma til Danmerkur – Aldrei fleiri gistinætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti eiginkonu sinni strangar reglur: Ekkert bikiní og engar getnaðarvarnir

Setti eiginkonu sinni strangar reglur: Ekkert bikiní og engar getnaðarvarnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnir í lokun stærstu mosku Danmerkur

Stefnir í lokun stærstu mosku Danmerkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir að setja hníf á borðið hjá prinsi

Sakfelldur fyrir að setja hníf á borðið hjá prinsi