Laugardagur 18.janúar 2020
Pressan

Þessi mynd kostaði hann allt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. desember 2019 05:59

Myndin sem varð Igor að falli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það reyndist Igor Rausis dýrkeypt að fara á klósettið þegar hann tók þátt í skákmóti í Strassborg í Frakklandi. Myndin, sem fylgir þessari frétt, var tekin þegar hann var á klósettinu en á henni sést hann vera að nota farsíma.

Það er ekki leyfilegt að nota farsíma þegar verið er að keppa í skák því það er auðvitað hægt að nota þá til að svindla og fá ráð um hvað sé best að gera í yfirstandandi skák. Rausis játaði brot sitt og nú hefur Alþjóða skáksambandið kveðið upp dóm í því. Hann fékk sex ára keppnisbann og var sviptur stórmeistaratitli sínum.

Rausis viðurkenndi að hafa svindlað fjórum sinnum á árunum 2015 til 2019. Þrisvar notaði hann símann til að svindla og einu sinni til að semja fyrirfram um úrslit skákar.

Þessi 58 ára Letti má því ekki keppa á skákmótum næstu sex árin en hann má tefla á netinu og stunda skákkennslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Sjómaður fékk 8 kíló af kókaíni í netin – Dæmdur í átta ára fangelsi

Sjómaður fékk 8 kíló af kókaíni í netin – Dæmdur í átta ára fangelsi
Pressan
Í gær

Metviðskiptajöfnuður í Danmörku – 3.700 milljarðar

Metviðskiptajöfnuður í Danmörku – 3.700 milljarðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

DNA úr barnabarni leysti dularfullt mál

DNA úr barnabarni leysti dularfullt mál
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvöfalt fleiri dönsk ungmenni nota kókaín nú en fyrir fimm árum

Tvöfalt fleiri dönsk ungmenni nota kókaín nú en fyrir fimm árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi þrýstingur á afnám ótakmarkaðs hámarkshraða á þýskum hraðbrautum

Vaxandi þrýstingur á afnám ótakmarkaðs hámarkshraða á þýskum hraðbrautum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Saltvatn í krönum í Bangkok af völdum þurrka

Saltvatn í krönum í Bangkok af völdum þurrka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Feðgar þrívíddarprentuðu Lamborghini í fullri stærð – Síðan kom símtal sem þeir áttu enga von á

Feðgar þrívíddarprentuðu Lamborghini í fullri stærð – Síðan kom símtal sem þeir áttu enga von á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk er að missa sig yfir umsögn manns um kynlífsleikfang – „Kauptu þetta ef þú vilt upplifa galdra“

Fólk er að missa sig yfir umsögn manns um kynlífsleikfang – „Kauptu þetta ef þú vilt upplifa galdra“