fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Pressan

Óöryggi hrekur gyðinga frá Vesturlöndum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. desember 2019 21:30

Gyðingar við grátmúrinn. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árásir á gyðinga og gyðingahatur eiga stóran þátt í að sífellt fleiri gyðingar pakka saman föggum sínum og flytja frá Vesturlöndum til Ísrael. Á síðasta ári fluttu 30.087 gyðingar til Ísraels en það var sjö prósenta aukning frá árinu áður. Þetta kemur fram í tölum frá samtökunum The Jewish Agency for Israel sem skráir tilflutning gyðinga til landsins.

Kristeligt Dagblad skýrir frá þessu. Fram kemur að 3.967 af þessum gyðingum hafi komið frá Vestur-Evrópu, flestir frá Frakklandi. Margar árásir hafa verið gerðar á gyðinga í Frakklandi á undanförnum árum. Í síðustu viku voru hakakrossar málaðir á 100 legsteina gyðinga í kirkjugarði í Strassborg.  Emmanuel Macron, forseti, sagði af því tilefni að gyðingahatur væri glæpur.

Samkvæmt skýrslu, sem ESB gaf út á síðasta ári, telja níu af hverjum tíu gyðingum að gyðingahatur hafi aukist í Evrópu á síðustu fimm árum. Rúmlega 16.000 gyðingar í 12 ESB-ríkjum tóku þátt í könnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum
Pressan
Í gær

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar