fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Pressan

„Ég er ekki í sjálfsvígshugleiðingum svona ef eitthvað skyldi koma fyrir mig“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. desember 2019 07:04

Virginia Roberts Giuffre

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virginia Roberts Giuffre er ein þeirra kvenna sem segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af Andrew Bretaprins í tengslum við vinskap hans og barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Orðrómur hefur verið uppi um að bandaríska alríkislögreglan FBI ætli „að drepa hana til að vernda ofurríka og vel tengda fólkið“.

Þetta hefur borist Virginia til eyrna og hefur hún því í Twitterfærslu lagt áherslu á að hún sé „ekki í sjálfsvígshugleiðingum“ svona ef eitthvað skyldi koma fyrir hana því „mörg illmenni“ vilji þagga niður í henni. Sky skýrir frá þessu.

Virginia, sem er nú 36 ára, hefur margoft sagt að Epstein hafi selt aðgang að líkama hennar 2001 þegar hún var 17 ára. Hún hafi þá verið neydd til að stunda kynlíf með Andrew prins. Hann hefur þvertekið fyrir að hafa stundað kynlíf með henni eða átt í sambandi við hana og allar staðhæfingar um það séu lygi.

Ljósmynd er til af þeim saman en prinsinn segist ekki minnast þess að hafa hitt Virgina og segir ekki óhugsandi að myndin sé fölsuð.

Virginia kom fram í Panorama, fréttaskýringaþætti breska ríkissjónvarpsins, nýlega og ræddi þar um málið.

„Hann veit hvað gerðist. Ég veit hvað gerðist en bara annað okkar segir satt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Fjárframlög Michael Bloomberg gætu ráðið úrslitum forsetakosninganna í Flórída

Fjárframlög Michael Bloomberg gætu ráðið úrslitum forsetakosninganna í Flórída
Pressan
Í gær

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Skýrasta merkið sem við höfum séð um líf utan jarðarinnar“

„Skýrasta merkið sem við höfum séð um líf utan jarðarinnar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja