fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Þetta eru mest pirrandi ferðamennirnir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 06:00

Ferðamenn með töskur í eftirdragi eru algeng sjón í mörgum borgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn eru auðvitað góð uppspretta tekna fyrir fyrirtæki og einstaklinga en það er ekki alltaf sem heimamenn, gestgjafarnir, eru hrifnir af þeim. En frá hvaða löndum eru mest pirrandi ferðamennirnir?

Þessu svöruðu 4.200 Bandaríkjamenn nýlega í könnun sem var gerð af Jetcost. Niðurstaðan var að Bretar eru mest pirrandi ferðamennirnir.

Þátttakendur voru einnig spurðir út í hvað það væri við ferðamenn sem fer mest í taugarnar á fólki. Meðal svaranna, sem fengust, var að of mikið fari fyrir þeim, þeir þóttu einnig sparsamir á þjórfé og einnig voru áfengisneysla þeirra og óviðeigandi hegðun nefnd til sögunnar segir í umfjöllun New York Post.

Á eftir Bretum komu Þjóðverjar og því næst Brasilíumenn. Bestu ferðamennirnir að mati Bandaríkjamanna koma frá Japan, Kanada og Kína.

Þátttakendurnir voru einnig spurðir hvaða þjóðerni þeim þyki mest pirrandi þegar þeir eru sjálfir í fríi. Þar tóku Bandaríkjamenn fyrsta sætið á afgerandi hátt. Þrír af hverjum fjórum sögðu að þeim finnist Bandaríkjamenn mest pirrandi af öllum þegar þeir eru í fríi erlendis. Helmingur þátttakenda sagðist meðvitað fara til staða þar sem ekki er svo mikið af bandarískum ferðamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?