fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 07:00

Mögnuð mynd af svartholi. Mynd:: NASA’s Goddard Space Flight Center/Jeremy Schnittman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að þessu hafa vísindamenn verið þeirrar skoðunar að svarthol, sem myndast úr stjörnu, geti aðeins haft ákveðið mikinn massa. En nú þarf að endurskoða þetta eftir magnaða uppgötvun stjörnufræðinga.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Chinese Acadeym of Sciences. Fram að þessu hefur verið talið að massi svarthola, sem myndast þegar stórar stjörnur hrynja saman í Vetrarbrautinni, geti aðeins verið tuttugu sinnum meiri en massi sólarinnar. Talið er að um 100 milljónir svarthola séu í Vetrarbrautinni.

En kínversku vísindamennirnir telja sig nú hafa fundið svarthol sem er með 70 faldan massa sólarinnar. Þetta risastóra svarthol hefur fengið heitið LB-1 en það er í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að vísindamennirnir hafi sjálfir verið vantrúaðir á það sem þeir uppgötvuðu.

„Svarthol af þessari stærð ættu ekki að geta verið til í Vetrarbrautinni miðað við núverandi reiknilíkön af þróun stjarna. Við héldum að lofttegundir mjög massamikilla stjarna, með hefðbundna kemíska uppbyggingu, í Vetrarbrautinni myndu dreifast með stjörnuvindum þegar stjörnunar nálgast skapadægur sín. Af þeim sökum ættu þær ekki að skilja svona mikið eftir sig. LB-1 er tvisvar sinnum massameiri en við töldum mögulegt. Nú verða vísindamenn að takast á við þessa áskorun og útskýra tilurð þess.“

Segir Liu Jifeng prófessor við kínversku stjörnuathugunarmiðstöðina.

Eitt það helsta sem einkennir svarthol er að þau eru frekar lítil í umfangi en gríðarlega massamikil og þyngdarafl þeirra er svo mikið að ekkert sleppur frá þeim, ekki einu sinni ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?