fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Pressan

Hótelherbergi fyrir 125 krónur nóttin – Það er þó einn hængur á

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 06:00

Myndir þú gista þarna?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Asahi Ryokan í borginni Fukuoka í Japan er hægt að fá gistingu fyrir einn dollara enda er hótelið einnig nefnt One Dollar Hotel. Þetta er auðvitað frábært verð og þá sérstaklega í Japan þar sem það er yfirleitt ekki ódýrt að gista á hóteli. Þetta er auðvitað eiginlega of gott til að vera satt enda er einn hængur á þessu öllu saman.

Hann er að það er bein útsending á YouTube allan sólarhringinn úr herberginu sem er númer 8. Það er hinn 27 ára gamli Tetsuya Inoue sem rekur hótelið fyrir ömmu sína. Hann sá að það þurfti einhverja nýjung til að laða gesti að og datt þetta í hug. CNN skýrir frá þessu.

Í kjölfar þess að breskur YouTubari gisti á hótelinu og sýndi nánast beint frá allri dvöl sinni þar datt Inoue í hug að bjóða upp á ótrúlega ódýra gistingu. Með því gæti hann náð til nýs markhóps og um leið aflað tekna með auglýsingum á YouTube.

Gestir eru varaðir við.

Því er nú hægt að gista í einu herbergi þar fyrir einn dollara fyrir hverja nótt gegn því að bein útsending sé úr herberginu á YouTube. Það eru þó smá undantekningar á sýningunni því ekki er hljóð á þeim svo gestirnir geta óhræddir rætt saman. Gestirnir mega líka slökkva ljósið og baðherbergið er utan sjónsviðs myndavélanna.

Þetta er fyrsta hótelið þessarar tegundar í heiminum. Rúmlega 2.300 áskrifendur eru nú þegar komnir að YouTuberás hótelsins. Þegar engir gestir eru í herbergi númer 8 skipta myndavélarnar yfir á Inoue á skrifstofunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi
Í gær

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti