Laugardagur 29.febrúar 2020
Pressan

Gekk 1.300 kílómetra til að geta stundað kynlíf

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 17:30

Glæsilegt tígrisdýr. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir þú leggja á þig 1.300 km göngu ef þú eygðir von um kynlíf að göngu lokinni? Það er kannski ekki svo auðvelt að svara þessu en eflaust myndu einhverjir leggja þetta á sig. Það gerði að minnsta kosti indverskt tígrisdýr sem lagði 1.300 km göngu á sig á fimm mánuðum til að finna kvendýr til að makast með.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að staðsetningartæki hafi verið sett á dýrið í febrúar. Það sýnir að í júní lagði dýrið af stað í ferðalag. Bilal Habib, sérfræðingur hjá Wildlife Institute of India, sagði að dýrið hafi væntanlega verið í leit að yfirráðasvæði, mat og maka. Flest svæði, þar sem tígrisdýr geti hreiðrað um sig á Indlandi, séu nú þegar upptekin og því verði ung dýr oft að leita langt að nýju yfirráðasvæði.

Á ferð sinni fór tígrisdýrið, sem er nefnt C1, yfir ár, yfir landareignir bænda og meira að segja hraðbraut. Einn maður slasaðist þegar hann komst í kast við dýrið en það var þegar hópur fólks gekk framhjá runna þar sem dýrið svaf.

BBC segir að einn mesti vandinn sem steðjar að tígrisdýrum á Indlandi sé að þeim hafi fjölgað en um leið hafi búsetusvæðum þeirra fækkað og ekki sé alltaf nóg af bráð að hafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Þar kom að því – Warren Buffett fékk sér nýjan síma

Þar kom að því – Warren Buffett fékk sér nýjan síma
Pressan
Í gær

Varaforsetinn greindist með kórónaveiruna

Varaforsetinn greindist með kórónaveiruna
Pressan
Í gær

Mistök afgreiðslumannsins færðu henni 89 milljónir

Mistök afgreiðslumannsins færðu henni 89 milljónir
Pressan
Í gær

Ný skýrsla – Valdamiklir Bretar misnotuðu börn kynferðislega – Stjórnmálamenn og lögreglan héldu hlífiskildi yfir þeim

Ný skýrsla – Valdamiklir Bretar misnotuðu börn kynferðislega – Stjórnmálamenn og lögreglan héldu hlífiskildi yfir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gjaldþrot vofir yfir milljónum kínverskra fyrirtækja vegna COVID-19 veirunnar

Gjaldþrot vofir yfir milljónum kínverskra fyrirtækja vegna COVID-19 veirunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Búa sig undir að 80 prósent Breta fái veiruna – 500 þúsund gætu dáið

Búa sig undir að 80 prósent Breta fái veiruna – 500 þúsund gætu dáið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bresk kona snerist til íslamstrúar – Ætlaði að „drepa þar til hún yrði drepin“

Bresk kona snerist til íslamstrúar – Ætlaði að „drepa þar til hún yrði drepin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á leið í fangelsi fyrir að hafa selt tónleikamiða á uppsprengdu verði

Á leið í fangelsi fyrir að hafa selt tónleikamiða á uppsprengdu verði