fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Framhjáhaldið getur reynst milljarðamæringnum dýrt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 19:32

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir opnum tjöldum háir eitt ríkasta par Asíu nú biturt og harkalegt skilnaðarstríð. Eftir rúmlega 30 ár saman eru Chey Tae-won og eiginkona hans Roh Soh-yeong að skilja. Hún krafðist skilnaðar á miðvikudaginn og krefst sem svarar til um 150 milljarða íslenskra króna frá eiginmanni sínum.

Hann er ekki á flæðiskeri staddur því hann erfði eina stærstu fyrirtækjasamsteypu Suður-Kóreu á sínum tíma, SK Group, sem á tæplega 100 fyrirtæki. Hlutur hans í samsteypunni er 29,6 prósent en hlutur eiginkonunnar er aðeins 0,01 prósent. Ef fallist verður á kröfu hennar mun hún ráða yfir 7,8 prósentum hlutafjár í fyrirtækinu og þar með breytist valdajafnvægið innan þess mikið.

Skilnaðurinn kemur svo sem ekki á óvart að sögn fjölmiðla í Suður-Kóreu því lengi hefur verið vitað að Chey Tae-won á barn með annarri konu og hefur lengi viljað skilnað en Roh Soh-yeong hefur aldrei viljað fallast á það, þar til nú.

Í skilnaðargögnunum segir hún að hún sé reiðubúin til að leyfa manni sínum „að finna þá hamingju sem hann þráir svo mjög“. En fyrir það þarf hann að greiða háar fjárhæðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?